jæja þá er ég loksins byrjaður að fylgjast með þessu Rock Star dæmi.. hef soldið hikað við það þar sem mér hefur alltaf þótt Magni vera glataður söngvari í ömurlegri hljómsveit.. en hann er bara búinn að koma mér mjög svo á óvart og ég er eiginlega kominn úr því að vonast til að hann detti út, yfir í það að halda bara pínu með honum
(fyrir svo utan það að ef honum tækist að vinna þá myndi Á Móti Sól líklega hætta. Dýrð sé drottni.) Plush var mjög flott hjá honum og síðustu tvö lög voru líka fín.
Í næstu viku gæti samt orðið vesen, því allir keppendur eiga að semja laglínu og texta við eitthvað lag, og þar sem Magni er líklega næstversti lagahöfundur landsins (í toppsætinu trónir Einar Bárðason fyrir það eitt að hafa samið Birtu, sem fer langleiðina með það að vera versta lag sem nokkurntíman hefur verið samið. Í heiminum.), gæti þetta reynst honum erfitt.. en við sjáum til
annars fékk ég enn eina aukavikuna í vinnunni og þetta er sú síðasta.. ég er búinn á miðvikudaginn.. töff
(fyrir svo utan það að ef honum tækist að vinna þá myndi Á Móti Sól líklega hætta. Dýrð sé drottni.) Plush var mjög flott hjá honum og síðustu tvö lög voru líka fín.
Í næstu viku gæti samt orðið vesen, því allir keppendur eiga að semja laglínu og texta við eitthvað lag, og þar sem Magni er líklega næstversti lagahöfundur landsins (í toppsætinu trónir Einar Bárðason fyrir það eitt að hafa samið Birtu, sem fer langleiðina með það að vera versta lag sem nokkurntíman hefur verið samið. Í heiminum.), gæti þetta reynst honum erfitt.. en við sjáum til
annars fékk ég enn eina aukavikuna í vinnunni og þetta er sú síðasta.. ég er búinn á miðvikudaginn.. töff
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim