Í gær ákváðum við Auður að við ætlum að halda afmæli mjólkurfernunnar hátíðlegt. Hún hefur staðið með okkur í gegn um súrt og sætt, lifir góðu lífi uppi á hillu hjá mér og er, þótt ótrúlegt megi virðast, enn í vökvaformi. Hún verður eins árs einhverntíman í byrjun nóvember og við ætlum að bjóða vinum okkur og vandamönnum hingað til að halda upp á það. Meira um það síðar.
Annars varð Bjarki bróðir íslandsmeistari í morgun með yngra ári 4. flokks KR í fóbbolta.. ég drullaði mér á fætur í morgun, þunnur og ómögulegur til að fylgjast með þeim valta yfir ÍR og taka svo á móti verðlaunum. Til hamingju Bjarki minn.
Annars varð Bjarki bróðir íslandsmeistari í morgun með yngra ári 4. flokks KR í fóbbolta.. ég drullaði mér á fætur í morgun, þunnur og ómögulegur til að fylgjast með þeim valta yfir ÍR og taka svo á móti verðlaunum. Til hamingju Bjarki minn.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim