Ég verð bara að segja að mér finnst eitthvað mjög heillandi við þessa gjörsamlega vitfirrtu stemningu sem er búin að myndast í kring um þessa Rockstar keppni... það var alveg t.d. alveg rosalegt að horfa á þessa "Magnavöku" í fyrradag. ALLIR þjóðþekktir íslendingar mættir í stúdíó um hánótt, bara til að hvetja fólk til að kjósa gaurinn. Steingrímur J. var þarna meiraðsegja. Almennt myndi svona rugl bara fara í taugarnar á mér, en þetta er einhvernveginn komið útí svo fáránlega miklar öfgar að maður hrífst bara af þessu.
Líka því að í þetta skipti er þetta einhvernveginn ekki byggt á að "íslendingurinn okkar sé að fara að meika það", og að fólk haldi virkilega að Magni verði einhver rokkstjarna í útlöndum. Það virðast allir gera sér fullkomlega grein fyrir að þessi Supernova hljómsveit er alveg glötuð og verður að öllum líkindum algjört flopp. Þetta virðist bara snúast um það að "hann er íslendingur innan um einhverja kana í einhverji steiktri keppni, þessvegna verður hver og einn að kjósa hann fimmhundruð sinnum, og breyta svo um timezone á tölvunni svo það sé hægt að halda áfram að kjósa", og úr varð þessi undarlega, undarlega, súra stemning; fólkið í stúdíóinu skiptist annarsvegar á að hæla Magna fyrir góða frammistöðu og hisvegar að drulla yfir Supernova og alla aðra í þessum þætti (og Á móti Sól líka, í minni mæli þó).
Fannst þetta kvót sem var víst klippt útúr síðasta þætti sem Brooke átti víst að hafa sagt mjög viðeigandi. "Apparently there are 43 million people from Iceland, and they all live in Hawaii"
Líka því að í þetta skipti er þetta einhvernveginn ekki byggt á að "íslendingurinn okkar sé að fara að meika það", og að fólk haldi virkilega að Magni verði einhver rokkstjarna í útlöndum. Það virðast allir gera sér fullkomlega grein fyrir að þessi Supernova hljómsveit er alveg glötuð og verður að öllum líkindum algjört flopp. Þetta virðist bara snúast um það að "hann er íslendingur innan um einhverja kana í einhverji steiktri keppni, þessvegna verður hver og einn að kjósa hann fimmhundruð sinnum, og breyta svo um timezone á tölvunni svo það sé hægt að halda áfram að kjósa", og úr varð þessi undarlega, undarlega, súra stemning; fólkið í stúdíóinu skiptist annarsvegar á að hæla Magna fyrir góða frammistöðu og hisvegar að drulla yfir Supernova og alla aðra í þessum þætti (og Á móti Sól líka, í minni mæli þó).
Fannst þetta kvót sem var víst klippt útúr síðasta þætti sem Brooke átti víst að hafa sagt mjög viðeigandi. "Apparently there are 43 million people from Iceland, and they all live in Hawaii"
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim