Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 30, 2002

jæja... Öngibjörg Sólrún bara búin að segja af sér sem börgarstjóri... þetta er alveg magnað... annars gæti mér ekki verið meira sama...vona bara að þetta veiki stöðu Sjálfstæðisflokksins einhvernegin, því ég vill bara sjá þessa ögeðslegu ríkisstjórn falla í vor, svona til tilbreytingar, og að Davíð Oddson verði bara gamall tuðandi kall í staðin fyrir gamlan tuðandi kall með of mikil völd... en jæja... nóg komið af þróuðum pólitískum umræðum....

í gær fór ég í afmæli til Lovísu vinkonu minnar... þar var mjög gaman... ég fékk sona tortilladót og kökur og alles... svo fór ég í Trivial Pursuit f. krakka með fölki sem var þarna... þar kom fáviska mín og heimska bersýnilega í ljós og ég ætla aldrei aftur í svona advanced leik aftur... ég læt pictionary duga... >:-| svo fór ég snemma heim, sofnaði kl. 12 og vaknaði eldhress kl. 7 um morguninn! Reyndar er ég að drepast úr þreytu núna... en jæja... ég var að fatta að ég hef samið heil 10 lög... ekki slæmt það... reyndar er ekkert af þeim klárað en samt... mér finnst þetta ágætis árangur...

en mig hlakkar til að sjá áramótaskaupið á morgun... Óskar gaurinn leikstýrir því aftur og ég vona bara að það verði jafnmikil snilld og það var í fyrra... þess má til gamans geta að hann og frændi minn gerðu saman stuttmynd árið 1980 sem heitir "Köttur í Bóli Bjarnar" og er alveg geðveik... hún fjallaði um kall sem var leikinn af Óskari, sem kemur heim og finnur konuna sína í rúmi með öðrum kalli... svo lendir hann í ýmsum ævintýrum, t.d. finnur hann saxófón í skjalatösku útá víðavangi, hleypur niðrí bæ með hann og byrjar að elta fólk í von um að fá að spila fyrir það.. endirinn á því er svo mjög dramatískur þar sem Óskar stendur í Kenny G. stellingu við tjörnina og er að spila á saxófóninn handa öndunum.... svo er afgangurinn af myndinni álíka mikil snilld... og hún er öll svarthvít og hundgömul...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim