Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 23, 2002

Lúðarnir hjá hinni ágætu indie-tónlistarsíðuPitchforkmedia, voru að senda frá sér lista yfir 50 bestu plötur 2002... þar voru það engir aðrir en drengirnir í Interpol sem ég er búinn að vera að hrósa hástöfum undanfarið sem náðu toppsætinu með plötunni "Turn on The Bright Lights", og eiga það alveg skilið... í öðru sæti var svo hljómsveitin Wilco með plötuna Yankee Hotel Foxtrot, sem að mínu mati er frekar súr og leiðinleg plata... allavegana er "I am trying to break your heart" e-ð það alleiðinlegasta og tilgerðarlegasta lag sem ég hef heyrt lengi... en nóg um það.. í 3. sæti voru svo And You Will Know Us By The Trail Of Dead með plötuna "Source Tags & Codes", sem mér finnst líka vera alveg frábær.... Sigur Rós lentu svo í 29. sæti með ( ) sem er kannski ekki alveg jafngott og árið 2000, þegar þeir náðu 2. sætinu með Ágætis Byrjun.... aðrir listamenn sem komust á listann voru t.d. Tom Waits, Blackalicious, Beck, Talib Kweli, Isis, Mclusky, Boards Of Canada, The Notwist, Flaming Lips og fleiri....

Annars fara þessir gaurar hjá Pitchforkmedia oft í taugarnar hjá mér.. plötudómarnir hjá þeim eru oft svo tilgerðarlegir og hrokafullir að manni langar að gubba, og þeir hafa þetta "holier-than-thou" viðmót sem ég er ekki alveg að fíla...
en samt sem áður eru þeir mjög hreinskilnir í öllum sínum dómum og þetta er mjög góður staður til að leita að upplýsingum um allskonar tónlist, og fjölmargir listeamenn sem ég hef uppgötvað eftir að hafa lesið einhverja dóma hjá þeim...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim