Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 23, 2002

pabbi og mamma voru að kaupa nýja klósettsetu... ekkert merkilegt við það sosem nema það að hún er gul... klósettið okkar lítur núna út eins og afmyndað spælt egg og ég vara fólk sem kemur í heimsókn til mín á næstunni við því að fara á klósettið hjá mér... það er ekki beint augnakonfekt... en já annars er lítið að frétta... ég var að koma frá Jóa Palla félaga mínum þar sem ég var að horfa á myndina Donnie Darko með honum og Hildi... þetta er í fjórða skipti sem ég sé þá mynd enda er hún algjört brill... og lagið sem er spilað undir lokin, 'Mad World' með einhverjum Gary Jules er mjög fallegt... en allavegana ég nenni ekki að tala meira um myndina... get bara sagt að þetta er ein besta mynd síðustu ára og fær hvorki meira né minna en 10 reiða kalla of 10 hjá mér....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim