Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júní 13, 2003

Könnun: Homer Simpson merkastur BNA-manna
Teiknimynda-andhetjan Homer Simpson er merkilegasti Bandaríkjamaður sögunnar ef marka má óvísindalega könnun á vefsíðu BBC. Málið var kannað vegna væntanlegrar útsendingar BBC á umræðuþætti um stöðu BNA í heiminum.

Simpson fékk 20,65% atkvæða í könnuninni. Abraham Lincoln varð í öðru sæti með 15% og Martin Luther King í því þriðja með tæp 14%. Sjálfir frumkvöðlarnir, sjálfstæðishetjurnar Thomas Jefferson, George Washington og Benjamin Franklin urðu í fjórða, sjöunda og níunda sæti. Bob Dylan varð hins vegar sjötti með 8%, Franklin Roosevelt áttundi með 6% og Bill Clinton tíundi með 4,5%.


þetta finnst mér fyndið...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim