Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, júní 09, 2003

í gær fór ég að veiða ásamt Hjölla og Valla...það var mjög gaman og kallaði svo sannarlega fram náttúrubarnið í mér hohoho... við fórum að Þingvallavatni og veiddum þar og það gekke kki rassgat fyrr en svona 8 um kvöldið (við komum kl sona 2)... þá urðum við loksins varir og það endaði með því að valli veiddi minnsta fisk í heminum og einn 1 punda urriða, hjölli veiddi næstminnsta fisk í heimi (og það nartaði hjá honum sona 6 sinnum), og ég veiddi eina 2,5 punda bleikju sem ég er mjög stoltur af og var að enda við að borða.. núna er ég sannur karlmaður.. svo keyrðum við í bæinn og ég ætlaði í skífuna á miðnæturopnun til að kaupa nýja radiohead diskinn... ég fór út rétt f. ofan hana á laugaveginum og hljóp á SOKKUNUM þangað til að ná f. klukkan eitt en svo kom í ljós að þeir höfðu bara haft opið í hálftíma, og ég fór aftur inn í bíl alveg niðurbrotinn... en þó með fisk í poka! En ég keypti diskinn í dag og hanne r geðveikur og ég gef honum 9,5/10 því það er eitt súrt lag á honum..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim