Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

laugardagur, nóvember 29, 2003

já... þegar ég var ungur að árum og ekki nema 18 ára gamall (s.s. í fyrra), þá skrifaði ég mikið á einu ákveðnu radiohead messageboardi á síðunni www.ateaseweb.com... þar kynntist ég mörgu skemmtilegu fólki (t.d. Anne) og lenti í ýmsu skemmtilegu drasli..
einn af notendunum þar var gaur sem kallaði sig Ramshackle og var alltaf að rífa kjaft og fíflast í öllu og öllum.. ég lenti t.d. oft í einverjum rifrildum við hann um tilgangslausa hluti..
hann var samt alveg ágætis gaur þrátt fyrir það, og það var oft gott á milli okkar, en hann lét samt oftast eins og algjört fífl...
einhverntíman í sumar (reyndar nokkru eftir að ég var hættur að skrifa á þessum stað þar sem hann var byrjaður að fyllast af hálvitum) byrjaði svo einhver gaur sem kallaði sig "Freedom for Palestine" eða e-ð umræðu þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi gera sjálfsmorðsárás á Radiohead tónleikum í Ítalíu seinna um kvöldið.. þetta vakti auðvitað mikla athygli og fólk var alveg að kaupa þetta.. svo eftir að mikið mál hafði verið gert útaf þessu og webmasterinn sjálfur hafði sagt að þetta væri grafalvarlegt mál, þá kom Ramshackle fram og sagði að þetta hefði bara verið eitt stórt djók hjá honum (þess má geta að hann er 26 ára gamall.....).. en því miður varð þessi brandari hans til þess að löggan í Ítalíu, Bretlandi, Hollandi og Bandaríkjunum blandaðist inn í málið... þegar hann heyrði það, gaf hann sig fram, en þetta endaði þó með því að í September var hann ákærður fyrir þetta og núna í lok Nóvember var hann svo dæmdur í 5 mánaða fangelsi (en þarf bara að afplána 2 og hálfan)... meira um þetta hér...
þetta er alveg magnað... hvað finnst ykkur svo um þetta?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim