Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, desember 31, 2004

jæja.. núna eru u.þ.b. 6 klst. eftir af árinu og ég er að taka mér smá pásu frá hreingerningum... það verður eiginlega að segjast að 2004 er búið að vera frekar súrt ár.. bæði í mínu lífi og hvað aðra hluti varðar.. árið byrjaði eins ömurlega og það gat og nýársdagur var hugsanlega versti dagur ævi minnar.. svo er meirihluti ársins búinn að fara í að væla yfir því.. svo var ráðist á mig í apríl af einhverjum aumingjum (ég náði þó að halda haus þar sem þessar miklu hetjur, sem réðust á mig fyrir að bjóða góðan daginn þurftu að hringja í fleiri vini sína þrátt fyrir að vera 2 á móti mér einum.. pakk) og fleiri leiðinlegir hlutir.. annars gerðist voða lítið merkilegt.. þó voru nokkrir hápunktar og þar ber líklega helst að nefna hróaskelduhátíðin, tvírugsafmælið mitt og það að ég varð stúdent...

svo var eiginlega bara allt í rugli á þessu ári.. kennaraverkfallið, fjölmiðlafrumvarpið, forsetakosningarnar í bandaríkjunum og svo til að toppa það allt, þessar hörmungar í Asíu sem er líklega það allra versta..

en þrátt fyrir allt þetta þá er ég bjartsýnn á að 2005 verði skemmtilegra, og ég vil óska þeim sem lesa þetta gleðilegs nýs árs og vona að ég hitti sem flesta í kvöld.

ps. ég keypti m.a. Campari flösku f. kvöldið í kvöld sem á að sögn að bragðast eins og eyrnamergur (hef ekki smakkað það).. Jói Palli og pabbi voru báðir ánægðir með þessi kaup mín en voru þó líka sammála því að þetta bragðast eins og eyrnamergur..
pabbi sagði mér svo að þetta hefði um skeið verið hans aðaldrykkur, og það var fyrst þá sem ég fór að trúa að þetta væri einhver viðbjóður, þar sem pabbi er versti svaitadurgur inn við beinið og virðist yfirleitt laðast að því sem að heilbrigðu fólki finnst viðbjóðslegt á bragðið.. hvað finnst fólki annars um þennan drykk?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim