Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, apríl 30, 2004

AAAAA
ég fékk missed call frá "starfsmannaráði ríkisspítalans" (sótti um vinnu á Grund f. skömmu).. svo reyndi ég að hringja aftur en fékk ekkert svar... ég er ekki kominn með vinnu og þetta hefði getað reddað mér þannig að ég brjálast ef ég hef misst af þessu.. á ofanálag hefur sá sem hringdi fengið geðbilaðasta talhólf allra tíma (ég öskrandi "ég er ekki við, skildu eftir skilaboð" af öllum lífs og sálarkröftum) þannig að ég hef líklega hrætt þá í burtu.. andskotinn
jæja blómin mín.. ég hef nákvæmlega ekkert að segja.. ég er í vondu skapi því ég þarf að farað læra fyrir próf.. bless

lag dagsins: The Shins - Saint Simon
ég ætla að giftast Chan Marshall \o/

hahahahah... jæja leðursófinn kominn hingað upp, en erfiðleikar með að koma hinu draslinu fyrir gerði það að verkum að rúmið er núna alveg óhugnarlega out of place inni hjá mér.. meiraðsegja ég sé hversu heimskulegt þetta er..
verðlaun alheimsins í ár fær Ingólfur frændi minn fyrir smekklegustu færslu ársins

fimmtudagur, apríl 29, 2004

sjitt hvað ég tortímdi stofunni hjá mér á örfáum sekúndum.. þetta var eins og í Klaufabárðunum eða e-ð... ég þurfti að bera leðursófann inn aleinn inn í stofu (því ég var nógu heimskur til að skilja hann eftir útí rigningunni) og tókst að hrinda öllu drasli sem varð á leið minni um koll.. þegar ég var svo búinn að stafla nokkrum hlutum af sófanum á gólfið, þá þurfti ég að taka einhvern stól frá svo afgangurinn af honum kæmist þangað.. en þegar ég kippti honum þá hrundi sjónvarpshillan þannig að videoið og afruglarinn og sjónvarpið og allt draslið hrundi niður, og sjónvarpsskjárinn datt á hornið á borðstofuborðinu.. þannig að ég veit ekki hvort það sé enn á lífi.. og þar að auki var sófinn rennblautur þannig að það er allt subbulegt þarna.. ef þið lesendur góðir eruð einhverntíman að flytja þá mæli ég ekki með því að þið fáið mig til að hjálpa...
hvaða apa datt í hug að finna upp brjóstsykur sem er súr að utan en með svona sterku dufti að innan? það er bara rangt... það er eins og að borða ost með súkkulaðifyllingu

allavegana.. plata vikunnar (langt síðan ég gerði það síðast)


Autechre - Amber

þetta mun gleði Eyjó þar sem hann er tekknó/IDM nörd (IDM er hugsanlega heimskulegasta hugtak sem ég hef heyrt á ævi minni.. það er skammstöfun fyrir "intelligent dance music"), og þetta er ein af uppáhaldsplötunum hans.. mér finnst hún mjög kúl.. sérstaklega lag sem heitir Piezo sem eyjó neyddi mig til að hlusta á í gegn á sínum tíma.. en allavegana.. nenni ekki að tala meir um þetta.. hlustið bara á hana
peh.. ég get ekki sofið, og ég er búinn að tannbursta mig þannig að ég get ekki borðað nammið sem er hérna við hliðiná mér án þess að fá samviskubit og þurfað tannbursta mig aftur...

lag dagsins: Cat Power - Good Woman

miðvikudagur, apríl 28, 2004

afhverju er það þannig að í hvert einasta skipti sem ég fæ missed call úr óþekktu númeri, þá finn ég númerið ALDREI á simaskra.is?? netsímaskrár eru ömurlegar

þriðjudagur, apríl 27, 2004

æi þetta er ekkert gaman lengur... stundum langar mig bara til að klæða mig í fjólubláan rykfrakka, ræna nammibúð og hlaupa svo berfættur og öskrandi til akureyrar...

mánudagur, apríl 26, 2004

ALL GLORY TO THE HYPNOTOAD

sunnudagur, apríl 25, 2004

vá.. eftir að ég lenti í þessu rugli hefur heimsóknafjöldi stóraukist.. kannski ætti ég bara að láta berja mig um hverja helgi.. býður sig einhver fram?

laugardagur, apríl 24, 2004

gærkvöldið var.. viðburðarríkt.. það réðust á mig einhverjir tveir gaurar (útaf engu) og ég var laminn (drykkja kom í veg fyrir að ég gæti beitt einhverri bardagataktík).. það versta var þó líklega að þeir létu lyklana sína eða e-ð standa úr höndunum þannig að ég er allur útí einhverjum rispum og götum.. og svo er ég með hausverk.. fyrst voru þeir tveir, svo komu allt í einu 4 vinir þeirra hoppandi útúr einhverjum bíl og réðust á mig með þeim.. en sem betur fer (mikil tilviljun, mikil heppni) var ég f. utan húsið mitt, og pabbi og mamma komu út og öskruðu e-ð þannig að þeir flúðu (þvílíkar hetjur).. en bílnúmerið þeirra náðist og ég náði einu nafninu.. þannig að þetta er ekki búið
ég lærði því mikilvæga lexíu í gær... það er ekki gaman að vera laminn =/

þetter búið..

fimmtudagur, apríl 22, 2004

"It's just like the story of the grasshopper and the octopus. All year long, the grasshopper kept burying acorns for the winter, while the octopus mooched off his girlfriend and watched TV. But then the winter came, and the grasshopper died, and the octopus ate all his acorns. And also he got a racecar. Is any of this getting through to you?"

úr hvaða þætti er þetta? sá sem kemur með rétt svar vinnur ekki neitt

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Monaco - Chelsea: 3-1

nei, nei, nei, nei, nei, nei, ne... ooh look! a blue car!

mánudagur, apríl 19, 2004


Kim Deal er hardkor

lag dagsins: Neil Young - Revolution Blues

sunnudagur, apríl 18, 2004

já.. pöbbarölt í kvöld.... í kvöld var í fyrsta skipti sem ég hef lent í dyraverði sem gefur manni smá break... ég var eini maðurinn af okkur sem var ekki orðinn tvítugur (5 mánuðir í það).. ég laug því áð veskinu mínu hefði verið rænt þannig að hann spurði mig hvað kennitalan mín væri.. en þar sem vitsmunir mínir voru deyfðir af drykkju þá heimskaðist ég til að gefa upp rétta kennitölu... þá gaf hann mér annan séns og spurði mig í hvaða stjörnumerki ég væri þannig að ég sagði bara það fyrsta sem mér datt í hug (fiskar)... það var víst viðunandi svar þannig að hann hleypti mér inn.. hann fær prik í kladdan frá mér! svo fór rölti é gbara e-ð með Kidda og Krumma og fór svo heim.. og fann 500 kall á leiðinni heim, og hitti alnafna minn! góð ferð segi ég!

setning helgarinnar: "Kaffibarinn er fyrir fólk sem útskrifaðist úr Kvikmyndaskólanum en tókst svo ekki að meika það þannig að það ákvað "öö ég ætla bara að byrja að hanga á Kaffibarnum"" -Krummi '04

laugardagur, apríl 17, 2004

Auður systir mín fær geðveikisverðlaun mánaðarins fyrir að línuskauta héðan úr vesturbænum til ömmu okkar og afa sem búa í Dúfnahólum í breiðholtinu
alkóhól virðist hafa einhverjar mjög vanskemmtilegar áhrif á draumfarir mínar... ég fékk mér 2 bjóra í gærkvöldi og sofnaði svo einhverntíman löngu eftir það.. en byrjaði samt að dreyma fullt af asnalegum martröðum og fann fyrir konstant kvíðatilfinningu á meðan mig var að dreyma.. sona mjög svipuð tilfinning og ég fæ þegar ég er búinn að drekka mikið og sofna svo... kannski maður ætti bara að hætta þessu? ahhahaha
og ég held færslunum á málefnalegu nótunum...
það þyrfti að berja þessi fífl

föstudagur, apríl 16, 2004

já.. hann Björn Bjarnason búinn að vera alveg algjört erkifífl undanfarið.. slær held ég bara öll met í þeim efnum..

þið takið þetta til ykkar þið sem eigið það skilið >:-|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

já.. frændi minn ætlar að gefa mér heví stóran leðursófa ef ég get komið honum fyrir einhversstaðar í herberginu... ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa það... allavegana... djamm um helgina! \o/

lag dagsins: Ulrich Schnauss - A Strangely Isolated Place

miðvikudagur, apríl 14, 2004

vesturbæjarheimastrákarnir mínir eru búnir að standa sig illa í bloggun undanfarið (nema Krummi..) ég neyðist því til að sekta þá alla um 500 kr... þið greiðið mér sektina næst þegar þið hittið mig strákar

þriðjudagur, apríl 13, 2004

jæja núna er allt komið a fullt hjá Agli the reading horse... er að byrja að lesa Snarkið í Stjörnunum eftir einhvern Jón... spennandi!
JESS Birgir Ármannsson er í sjónvarpinu.. alltaf gaman að sjá mesta lúða íslands tjá sig

sunnudagur, apríl 11, 2004


robert johnson er fokking kúl yo

lag dagsins: Robert Johnson - Terraplane Blues
já.. ég á áritaðan disk frá Mike D. í Beastie Boys sem hann senti mér persónulega... mér finnst það alltaf jafnfyndið..
það kom s.s. einhver kall í heimsókn til íslands í fyrra eða hittífyrra sem er mjög hrifinn af íslendingasögunum, og þar sem pabbi sá um þýðingarnar á sínum tíma þá fór hann með honum í mat o.s.frv.... svo eftir mat komu mamma heim úr mat og spurðu mig hvort ég kannaðist við hljómsveit sem héti e-ð "Beastie Boys".. því gaurinn væri víst pabbi eða fósturpabbi einhvers Mike D. sem væri í þeirri hljómsveit.. það fannst mér fyndið og ég fræddi þau um hljómsveitina og ágæti hennar... þau létu svo kallinn vita að ég hefði mjög gaman að Beastie Boys þannig að hann fór heim til sín og lét Mike D. árita disk og senda mér... þetta var mjög random, en ánægjulegt engu að síður
ohh það er allt að fara til fjandans.. klukkan er sex að morgni og ég er andvaka.. súrt..
og svo týndi ég helvítis lyklunum mínum í smárabíói í kvöld..

lag dagsins: Radiohead - Planet Telex

vanmetið lag...

laugardagur, apríl 10, 2004

burtséð frá því hvað mér finnst um Kalla Bjarna (finnst hann alveg kúl þannig séð) þá er "Við Lifum Aðeins Einusinni" hugsanlega versta lag íslenskrar tónlistarsögu... fyrir utan kannski eurovisionfloppið "Angel" þarna fyrir 3 árum...

....

ok þegar ég pæli í því þá er 'við lifum aðeins einusinni' líklega nærstversta lagið.. því mér finnst af fullri alvöru að Einar Bárðason hefði opinberlega átt að vera tekinn af lífi fyrir að nauðga eyrum almennings með 'Angel'.. ég er ekki frá því að það sé versta lag sem ég hef heyrt á ævi minni fyrir utan kannski "Hear me calling" með Two Thirdz, en ólíkt því lagi þá er Angel ekki einusinni fyndið í ömurleika sínum..

jæja nóg af jákvæðni í dag...
http://www.cnn.com/2004/US/South/04/09/girl.handcuffed.ap/index.html
manni líður alltaf vel að lesa svona.. nokkuð augljóst að löggan í Flórída er ekki einhverjir sem maður vill kássast upp á.. þeir gera greinilega allt sem í þeirra valdi stendur til að halda svona viðbjóðslegum glæpamönnum í skefjum

föstudagur, apríl 09, 2004

ég nenni ekki að blogga... þannig að þið skuluð bara horfa á þetta á meðan ég ligg í leti:

miðvikudagur, apríl 07, 2004

djöfull er þetta Nylon kjaftæði sorglegt.. ég ætla að læsa mig inn í herbergi og aldrei koma út
vá... það er bara grín hveru miklir snillingar gaurnir á Baggalút eru... sona 90% af öllu því sem þeir skrifa er einhver algjör helvítis snilld.. og svo eru þetta bara einhverjir háskólanemar.. fyrir þá sem hafið ekki skoðað þessa síðu.. þið vitið ekki hverju þið eruð að missa af

þriðjudagur, apríl 06, 2004

ég og Krummi fórum í bæinn í dag og ætluðum að kaupa miða á hróaskeldu... það var lokað hjá stúdentaferðum þannig að það var gjörsamlega misheppnað.. við fórum því á Ítalíu og ég át pizzu... svo fór ég heim og át fisk.. svo fór ég útí sjoppu, keypti fullt af nammi og át það.. svo horfði ég á leikinn.. svo fór ég í fótbolta við pabba og litlu systkinin.. þar komumst við að því hvar Gunnhildur klikkaða systir mín getur fengið útrás fyrir sturlun sinni.. hún er bara mjög efnileg fótboltakona.. hún kann að skýla boltanum, stóð sig fáránlega vel í vörn, og ólíkt svo mörgum stelpum á hennar aldri þá var hún ekki alltaf að stoppa boltann í fimm mínútur þegar hún fékk færi, heldur tók hún hann bara alltaf viðstöðulaust og hitti (yfirleitt) vel.. ég er að spá í að byrja að þjálfa hana í fótbolta og láta hana svo framfleyta mér með pening sem hún fær í bandarísku úrvalsdeildinni þegar ég er kominn á efri árin...

í dag kláraði ég svo lag sem ég er búinn að verað reyna að klára í rúmlega ár

á morgun eru svo útgáfutónleikar hjá O.N.E... ég þangað
AAAAAAAAAAAAA Chelsea unnu arsenal 2-1 á highbury!! djöfulsins óendanlega gleði
já..ég og Pálmi erum hérna að tjilla í tölvuveri mýrarhúsaskóla.. það er enginn í skólanum þannig að það er mikið stuð hjá okkur... Pálmi er í einhverjum mjög svo áhugaverðum leik sem heitir Bogi blýantur... annars er gott veður úti og við ætlum að taka strætó nirrí bæ núna.. bless
this post is dedicated to Anne:
fuck off

=)
jæja þá er komið að því.. á næstu vikum mun ég taka þetta fjarnám algjörlega í rassgatið... verð að bæta upp fyrir það að hafa gert nákvæmlega ekki rassgat í sona mánuð...
váááá.... það er langt síðan ég hef hlegið jafnmikið af einhverju og þessu hér... Eyjó er sammála mér.. lesið bara alla umræðuna ef þið náið því ekki... þetta er allavegana besta mynd allra tíma:

systir mín sagði við mig í gær að ég væri væminn.. hvað meinar hún? ég greip því kassagítarinn, söng I Will Love You Always með Bon Jovi af mikilli innlifun fyrir hana og gaf henni svo the ol' one two. Svo fór ég og reykti vindil.

en já.. í dag byrjaði páskafrí hjá fólki, en þrátt fyrir það var opið í skólaskjólinu (þar sem ég vinn) fyrir þá krakka sem þurftu það..þar sem stemningin var því frekar tjilluð fór ég með Pálma (strákinn sem ég hugsa um) í strætórúnt.. svo kíktum við út í bílskúr til mín þar sem við stofnuðum rokkhljómsveit, þar sem Pálmi söng og spilaði á trommur og ég spilaði á gítar.. það gekk mjög vel þrátt fyrir kröfur Pálma um að ég kallaði hann Gulla Briem... svo fórum við inn og hann horfði á Gunna og Felix meðan ég hékk í tölvunni...
niðurstaða: ég fékk borgað fyrir að spila á gítar og hanga í tölvunni.. ég er í bestu vinnu í heiminum

mánudagur, apríl 05, 2004

ohhh.. það er ekki sniðugt að fresta hlutum.. sama hvernig maður lítur á það.. mikil vinna framundan =/

ps. afhverju tapa alltaf öll lið sem ég held með í öllu? bara hverskonar keppni sem er...

sunnudagur, apríl 04, 2004

jæja... pempin.com komin í gang... þetta gæti vel orðið e-ð mjög stórt dæmi eftir einhverjar vikur/mánuði.. þannig að fylgist vel með!
já.. í síðustu 3 leikjum hafa Arsenal gert 2 jafntefli og tapað einum.. eru þeir að hrynja saman?
en já eins og fólk kann að hafa tekið eftir þá breytti ég útliti síðunnar með hjálp systur minnar.. núna er það bara frekar boring í staðinn fyrir að vera forljótt og bilað eins og það var.. og núna sér maður allavegana linkana..

og hann Bjarki litli bróðir á afmæli í dag! orðinn 11 ára gamall.. til hamingju með það!
en núna er ég farinn í fremingarveislu að éta á mig gat...

lag dagsins: Neil Young - Heart Of Gold
ég á góðan gítar... hann heitir Fender Prodigy og hefur reynst mér vel þessi 1 eða 2 ár sem ég hef átt hann.. þrátt fyrir það er einn hluti af hönnun hans alveg einstaklega heimskulegur... dæmið þar sem að snúran fer inn í stendur bara beint uppúr.. ég nenni ekki að útskýra afhverju það er slæmt, en það gerir það allavegana að verkum að það er auðvelt fyrir hann að skemmast.. það er smá hluti af honum búinn að brotna þarna neðst, og snúrurnar sem tengja gítarinn að innan eru í algjöru rugli útaf þessu þannig að á sona mánaðarfresti þarf ég að opna gítarinn og lóða saman einhverjar helvítis snúrur svo allt fari ekki í steik.. þetta er meira pirrandi en allt í ehiminum og ég er að spá í að kaupa me´r nýjan gítar bara útaf þessu.. helvítis vesen

laugardagur, apríl 03, 2004

argh... alveg brútal þynnka... ljúfmennið hann bróðir minn hélt ég væri með ælupest þannig að hann tók geðveikt vel til inni hjá mér að eigin frumkvæði.. hann er yndælispiltur..

en djöfull röflaði ég mikið í gær... ætlaði oft að segja eitthvað gáfulegt en það kom bara út e-ð kjaftæði...
kosturinn við það er nattlega það að fulla fólkið sem maður röflar í gleymir því hvort sem er daginn eftir... þannig að það er vansniðugt að röfla í edrú fólki ef maður vill ekki að gys sé gert að manni daginn eftir =/

en ég ætla bara að taka því rólega í kvöld....
ps.. ég fékk ekki nema 22 heimsóknir í gær!! það er nmýtt met í ömurleika.. hvað er að ykkur?

á morgun tala ég svo um bioturleika minn í garð versló
stuð í kvöld! O.N.E voru að ´skjóta e-ð mynban dog ég var með í partyshotinu.. það var mj-ög fyndið og áhugavert.. svo fór ég nirrí bæ í miklu stuði.. svo var bara gaman ´´eg er kominn heim og mér er illt í maganum..

og svo er annar man utd - arsenal leikur á morung..! þynnkuleikur dauðans!
en allavegana.. góða nótt!