Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 30, 2006

Björn Ingi er ógeð

mánudagur, maí 29, 2006

ég er með fokking hausverk yo

laugardagur, maí 27, 2006

vá.. þetta myspace dæmi er að valda mér hræðilegum vonbrigðum... hver er tilgangurinn með þessu? Svör óskast >:-|
Annars er ég búinn að panta flug til Boston.. flýg út á föstudaginn \o/... fæ að sjá allt það besta sem Boston hefur uppá að bjóða í boði Diane, fer svo á tónleikana á mánudeginum og hugsanlega sunnudeginum líka..
annars er Auður núna í inntökuprófi fyrir Myndlistaskóla Reykjavíkur... spennó

In other news, djöfull getur það tekið á taugarnar að þurfa að umgangast semi-reglulega einhvern sem maður gjörsamlega þolir ekki..

mánudagur, maí 22, 2006

ég er kominn með myspace \o/
www.myspace.com/nailthesnail

sunnudagur, maí 21, 2006

vá.. ég var að komast wð því rétt í þessu að gaurinn á bak við hina merku síðu www.samkynhneigdurhommi.blogspot.com er með mér í heimspeki.. og ég hef meiraðsegja spjallað við hann! Ég er geðveikt starstruck núna..
....

guð minn almáttugur...
annars hljómar þessi söfnuður bara ágætlega.. ég er að spá í að joina

laugardagur, maí 20, 2006

hahaha finnar unnu júróvisjon.. það er töff

það sem olli mér samt mestum vonbrigðum var það hversu hátt þetta hræðilega, hræðilega Litháenska lag lenti, og sérstaklega að við skyldum gefa því 10 stig...
ekki aðeins er þetta versta lag sem ég hef á ævi minni heyrt, heldur var þetta lélegasta tilraun til fyndni sem ég hef nokkurntíman séð. Það særir mig djúpt að vita til þess að svona stór hluti jarðarbúa hafi svona lélegan húmor..
svo ég vitni nú í Sigmar "hvað er eiginlega að fólki sem er að greiða þessu lagi atkvæði..."
að auki legg ég til að hann verði neyddur af íslenska ríkinu til að lýsa Eurovision næstu 10 árin.. hann var alveg svoleiðis að fara á kostum

en já... annars ákvað ég að vera hott stöff í gær og bauð Katrínu á Lækjarbrekku í tilefni af... einhverju...
þar dældum við í okkur mat og rándýru áfengi og kíktum svo á e-ð bæjarrölt.. ég entist þó ekki lengi í því sökum þess að ég er að breytast í gamalmenni.. en jæja...


Lag dagsins: Radiohead - Videotape

þetta er ótrúlega flott lag.. eins og maður var nú viss um að þeir myndu klúðra málunum í þetta skipti.. sama hversu neikvæður maður er á þá í hvert skipti sem þeir koma með nýtt drasl þá virðast þeir alltaf standa fyrir sínu

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég legg til að við segjum Póllandi stríð á hendur.

...annars fær Sigmar plús fyrir að nota orðið "kynjöfur" í einhverju samhengi.
Já.. ég byrjaði að vinna í dag.. held mig við stelpulegu störfin og er að vinna á vegum borgarinnar í einhverjum görðum (í kringum lækjargötuna og þar, ef einhver vill heimsækja mig)...

Í lok dagsins fékk ég svo þær gleðifréttir að á morgun á ég að sjá um að nota gasbrennarann á illgresið, m.ö.o. ég á að labba um garðana með flamethrower og myrða á stórkostlega dramatískan hátt allt sem fellur ekki undir skilgreiningu borgarbúa á "fallegur gróður" hahahah...

Ég er að spá í að mæta með sólgleraugu og í bol sem stendur á "The Punisher"

miðvikudagur, maí 17, 2006

djöfull er ég (mjög líklega) að fara til Boston í byrjun Júní að sjá Radiohead \o/

mánudagur, maí 15, 2006

ég er búinn í prófum yo

\o/
Annar óyggjandi sannleikur sem ég hef komist að við lestur þessarar hrútleiðingu bókar:
"þekking" er hugsanlega ofmetnasta og merkingarlausasta hugtak í sögu alheimsins.

sunnudagur, maí 14, 2006

já.. í gær reyndi ég að uppræta þá goðsögn að maður geti ekki farið á fyllerí ef maður er í prófum.. fór í ammæli til Ernu sem var einkar hresst, ég kenndi fólki m.a. mafíósa sem heppnaðist vel.. reyndar spilaði fólk hann ekki alveg nógu lengi til að vitfirringin sem einkennir þennan leik kæmi í ljós, en það tekst væntanlega næst..
þaðan kíkti ég í bæinn ásamt Katrínu (sem er búin í prófum.. urr..) og sagnfræðifólki..

þessi tilraun mín virðist e-ð ætla að skemma fyrir mér þar sem ég sofnaði ekki fyrr en 7, vaknaði kl 3 og á eftir að gera helling.. en jæja...
this is your warning
a 4 minute warning

sætt!

föstudagur, maí 12, 2006

[Heimspekilegir fordómar]

Þekkingarfræði og ástundun hennar má líkja við það að staðsetja sig á milli tveggja spegla og reyna að finna nýjar og nýjar leiðir til að sjá sem flestar endurspeglanir af sjálfum sér.
Að halda að maður komist að einhverri niðurstöðu í þekkingarfræði er eins og að halda að maður muni uppgötva einhvern sannleik þegar maður nær að sjá einhvern tiltekinn fjölda af endurspeglunum.

[/Heimspekilegir fordómar]
"In summarizing some apparently warranted conclusions regarding the truths of reason, we might focus on how much seems plausible in the classical view that the a priori is coextensive with the necessary but includes the analytic as a subcategory: that any proposition that any proposition that is a priori is necessary and conversely, but not every a priori proposition is analytic."

Þekkingarfræði er boríng

zzZZzZZzzzZZzzzZZzzZZZ.....
já.. var að sækja ný radiohead lög... bara það að leita að nýjum radioheadlögum á netinu kallar fram fáránleg nostalgíuviðbrögð, þar sem ég hef ekki gert slíkt síðan árið 2003, og þekkti fullt af útlendingum.
...
annars eru þessi lög mjög góð fyrir þá sem hafa áhuga...

miðvikudagur, maí 10, 2006

Já.. undanfarið er ég búinn að vera mjög ólíkur sjálfum mér að því leyti að ég er búinn að beita sjálfsaga eins og ég hef sjaldan áður gert, og er búinn að skipuleggja próflestrartímann minn svo vel að það er eiginlega voðalega lítið sem ég á eftir að lesa þegar kemur loksins að prófi.. mér fannst þetta nokkuð magnað en ég varð þó að viðhalda gömlum siðum að einhverju leyti (þ.e.a.s. bíða með próflestur þangað til kl.11 kvöldið fyrir próf).
Ég er s.s. búinn að geyma það að lesa síðustu 50 blaðsíður námsefnisins alveg fram á síðustu stundu (byrjaði á miðnætti. Klukkan orðin 3. Prófið á morgun.), og þá engan annan en herra torskildar-þriggja-blaðsíðna-málsgreinar sjálfann, Immanuel Kant.

Talandi um Kant, þá er ég búinn að finna mér lífsmarkmið. Ég ætla að endurskrifa Gagnrýni hreinnar skynsemi. Sú bók er um 800 bls. á lengd og einkennist af fáránlega þurrum stíl og óendanlega löngum málsgreinum. Ég ætla því að setja mér það markmið að endurskrifa hana sem skáldsögu, þannig að hún verði aðgengileg fyrir alla (ekki bara súrt fræðilið), unga sem aldna.
Þannig munu allir læra muninn á syntetískum a priori dómum og analytískum a posteriori dómum, skilning á orsakarhugtakinu skynjunar- og reynsludómum og heimi fyrirbæranna í gegnum spennandi skáldsögu sem mun fjalla um lífshlaup skósmiðsins Hannesar, tilkomu Útvegsspilsins og ýmislegs fleira.

shit ég held ég sé að verða búinn að læra yfir mig...

þriðjudagur, maí 09, 2006

sunnudagur, maí 07, 2006

já.. Katrín benti mér á þessa síðu í gær.. .með því betra sem ég hef séð lengi.. alveg ótrúlegt hvernig ofsatrúarliði í bandaríkjunum tekst alltaf að finna nýjar leiðir til skemmta manni. Pornographysagan er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.. og þá sérstaklega endirinn.
Svo er evolution sagan mjög góð líka, t.d.

"Didn't you know that evolution is basically a racist concept?"
og
"Wow! So maybe the strata you see on a hillside DIDN'T take millions of years to form?" "No, it happened in a very SHORT period of time, most likely during Noah's flood"

fimmtudagur, maí 04, 2006

ég er töff

miðvikudagur, maí 03, 2006

Þessi færsla er tvíþætt:

1. Ég vorkenni Wayne Rooney. Þó hann líti út eins og Shrek/villimaður og þó hann spili fyrir fokking manchester þá er hann samt líklega uppáhaldsleikmaðurinn minn í deildinni og ég vill sjá hann á HM.

2. Mér finnst fyndið þegar gamlir heimspekingar nota "children, idiots and savages" sem samheiti yfir einstaklinga sem vita ekki neitt. Með "idiots" áttu þeir að öllum líkindum við þroskaheft fólk, og með "savages" áttu þeir að öllum líkindum við einhverja gaura í Afríku
Mér finnst að það ætti að vera skilyrði að málsvari gamals fólks væri níræður kall/kelling, málsvari barna 6 ára krakki, málsvari þroskaheftra þroskaheftur, málsvari dýra dýr o.s.frv.... það væri geðveikt fyndið

og nei, ég veit að húmorinn minn er ekkert mjög þroskaður...

þriðjudagur, maí 02, 2006



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

jæja ég ákvað að herma aftur eftir Krumma og gera kort af þeim stöðum sem ég hef heimsótt... eiginlega bara vegna þess að ég vissi að norðurameríkukortið myndi líta geðveikt kúl út... sögurnar af ferðum mínum þangað eru flestar frekar ómerkilegar þannig að ég nenni ekki að rekja þær..

mánudagur, maí 01, 2006

hohoho, jæja fyrir áhugasama er mynd af mér og fjölskyldunni á bls. 2 í fasteignablaði moggans og svo heilsíðu umfjöllun um okkur og frábærleika okkar... ég reyndi að viðhalda 'ég er leiður' ímyndinni á þessum myndum en því miður virðist ég bara vera reiður á efri myndinni og einhverfur á hinni neðri.. en jæja...