Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, mars 29, 2007

Undanfarna daga eru pabbi og mamma búin að vera að vesenast við að flytja af Ásvallagötunni yfir á Hagamelinn. Þessi nýja íbúð er mjög fín, með miklu betri stofu, eldhúsi o.s.frv., þrátt fyrir að herbergin séu minni en í gamla húsinu. Þau misstu sig líka alveg í gleðinni og keyptu í gær einhvern amerískan ísskáp fyrir fullt af pening. Mér finnst líka alveg kominn tími á að þau hugsi meira um sjálf sig eftir að hafa snúist í kring um okkur börnin í öll þessi ár.
VIð vorum líka að þrífa úr bílskúrnum í dag. Það er gaman að finna fyndið dót sem hefur kannski legið á sama staðnum í 5 ár og maður var alveg búinn að gleyma. Bækur, diska, vondan táningakveðskap o.fl o.fl
Ég var líka mjög glaður þegar ég fann gítarólarnar sem ég hélt að innbrotsþjófaklúbburinn hefði hirt með sér, í poka við dyrnar ásamt skrúfjárninu sem þeir notuðu til að spenna upp hurðina. Töff!

þriðjudagur, mars 27, 2007

halló gott fólk!
Ég er ekkert búinn að blogga í viku því ég komst aldrei inná blogger og hélt að eitthvað væri að síðunni.. en svo komst ég að því að vandamálið er bara að firefox sökkar í lífinu..
en já, ég hef voða fátt að segja. Við erum að taka upp lag ásamt Eifa þessa dagana og það er mjög gaman. Ég blogga um eitthvað gáfulegra á fimmtudaginn. Bless.

þriðjudagur, mars 20, 2007



Litli vitleysingurinn hún Vaka týndist síðasta miðvikudag. Dagarnir eftir það fóru því í að leita að henni og hengja upp auglýsingar og svona dót. Í gær var svo hringt af dýraspítala, og okkur sagt að á föstudaginn hafði hún orðið fyrir bíl og dáið.
Hún var ekki nema 11 mánaða gömul og fjölskyldan er skiljanlega mjög sorgmædd, enda var þetta einstaklega skemmtileg kisa, og hafði líka gert það að verkum að kettir voru hættir að fara í taugarnar á mér. Hún var voðalega kelin og mannblendin, og var líka alltaf eitthvað að vesenast og forvitnast. Þetta kemur manni því þannig séð ekkert á óvart.
Hún skilur eftir sig fitubollusystur sína, sem er fullkomin andstæða systur sinnar, og á bjarta framtíð fyrir sér sem feitur heimilisköttur.

Annars er ég fluttur inn og nokkurnveginn búinn að koma mér fyrir, þannig að bloggdagskrá skal tekin upp aftur.. myndir koma svo í næstu færslu.

Annars mæli ég með þessum leik fyrir alla. Hann er einfaldur og ávanabindandi, og ég var mjög svo háður honum í kring um 2000-2002. Metið mitt í honum er rómað, og ég get lofað ykkur því að enginn sem les þetta mun nokkurntíman geta slegið það. Just try.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Þetta er 1,600 færslan mín frá upphafi. Það þýðir sirka 0,95. Flestar um ekki neitt.

Annars er ég fluttur á Ljósvallagötu 8. Bless aular.

sunnudagur, mars 11, 2007

Bloggun er í lamasessi þangað til ég fæ tölvuna mína aftur.
Í dag drógum við Eifa á æfingu því hann ætlar að hjálpa okkur að taka upp á næstunni. Það verður gleði. Í dag er ég þunnur og ófríður. Á morgun og alla næstu viku verð ég vanþunnur og myndarlegur. Og með colgate-bros. *Sprengja*.
Svo held ég hugsanlega partí hérna heima næstu helgi eftir vísindaferð. Það verður að öllum líkindum síðasta helgin mín í þessu húsi. Tilvonandi eigendur eru víst með plön um að rífa húsið á næstu árum, sem gerir mig bitran. Það er þannig um að gera að fá heimspekinema til að brjóta allar rúður og pissa í öll horn. >:-|

lag dagsins: veitiggi...

fimmtudagur, mars 08, 2007

Biðst afsökunar á vöntun á þriðjudagsfærslu. Blogger sökkar þannig að ég gat ekki sett hana inn.

Um helgina lenti ég í því skemmtilega atviki að það sullaðist mjólk yfir lyklaborðið á laptopnum mínum. Það hætti að virka og núna þarf ég alltaf að vera með eitthvað usb lyklaborð. Tölvan mín var því downgradeuð úr laptop niður í semi-laptop og ég get ekki farið með hana neitt án þess að drösla þessu lyklaborði með útum allt. Að auki er ónýta lyklaborðið andsetið og ýtir og heldur inn “x” og “q” sjálfkrafa af og til.x.
Þxessvegxnaxxxx xxlítxa xxflesxxtxxxaxr setnxinxgar sexxmxx xx´xxxexxgxxx xxxxskrxxxixfxxxa svoxna útxxx. Ég er eiginlega hættur að kippa mér upp við það að hlutir séu alltaf að fara úrskeiðis hjá mér. Maður gerir bara ráð fyrir því þessa dagana.
Á morgun fer ég t.d. í vísindaferð í Orkuveituna, og það mun eflaust enda með því að ég mun óvart slá allt rafmagn af borginni. Og svo mun enn einn flygillinn detta á hausinn á mér.

Annars var ég minntur á þetta ógeðslega fyndna myndband í dag. Kíkið á þetta ef steríótýpu rappmyndbönd pirra ykkur. Frábær hljómsveit að auki (þó þetta sé ekki eitt af betri lögunum þeirra)
Það sorglega er hversu ógeðslega relevant það er ennþá í dag (myndbandið kom út ’94 eða ’95).

sunnudagur, mars 04, 2007

Ég var að fatta að ég ruglaði saman orðunum 'molest' og 'mutilate' í bréfinu... oh well.. vonandi verða þeir ekki sárir yfir að ég tengi þá við dýranauðgun.

Enn styttist í flutning.. Mamma og pabbi eru búin að fá hina íbúðina afhenta og eru mikið að væflast þar þess dagna. Á meðan sit ég bara hérna einn og stari út í loftið, og skoða þess á milli íbúðir. Ég er orðinn eldri en ég hef áhuga á að vera og bíð núna bara eftir að ég missi vitið og gangi í barndóm. Það væri bara fínt held ég.
Dagarnir áður en ég hætti að nenna að vakna á morgnanna.
Út í fallna spýtu, lemja stelpuna sem ég er skotinn í, inn klukkan 9. Læra málrækt og fara svo að lúlla. Gista hjá afa og ömmu um helgar og láta þau elda oní mig. Jeebbjebb.

Ég leyfi mér að vitna í gamla færslu til að lýsa hugarástandi mínu akkurat núna.

"æi þetta er ekkert gaman lengur... stundum langar mig bara til að klæða mig í fjólubláan rykfrakka, ræna nammibúð og hlaupa svo berfættur og öskrandi til akureyrar..."

Lag dagsins: Seabear - Cat Piano

fimmtudagur, mars 01, 2007

Eftir að hafa kynnt mér Gorgoroth fékk ég mikinn áhuga á þessari stórundarlegu metalmenningu allri.. þannig að ég sótti heimildamyndina Metal: A Headbangers Journey og horfði á. Hún var virkilega góð og ég mæli með henni fyrir fólk sem fílar heimildamyndir. Hún innihélt einmitt fáránlega fyndið/bjánalegt viðtal við Gaahl þar sem hann talar um hvað Satan sé frábær og hvað það sé töff að brenna kirkjur (norskir blackmetalgaurar stunda það mikið). Svo byrjaði hann líka actually eitthvað að vísa í Nietzsche og ofurmennið, en svo vill til að ég var einmitt með framsögu á föstudaginn um bjánalegar rangtúlkanir á þeirri hugmynd.

En jæja hérna er bréfið sem ég sendi á þá

Hello Gorgoroth!

My name is Egill and I am from Iceland and am a big fan of Gorgoroth! I am especially a big fan of ‘Antichrist’, ‘Incipit Satan’ and of course your latest album, ‘Ad Majorem Sathanas Gloriam’, it has some very catchy tunes! I wish you’d kept Goatpervertor as your drummer though. He was really good!
So how are you guys doing? Have you burned any churches lately? Did you know I was named after Egill Skallagrímsson? He was a bald poet in the viking ages who killed a lot of people. Satan probably would have liked him!
So the reason I’m writing is that I’m coming to Norway next month, and was thinking if you guys maybe wanted to go out for a beer with me? We could discuss blood-drinking, Satan, the molesting of sheep, dead virgins… all that stuff! Maybe afterwards we could even play a quick game of Backgammon or Stratego!
Anyways, hope to hear from you soon!

- Egill

Lokatakmarkið er að komast á trúnó við þá alla, kynnast þeirra innri manni og siða þá svo til


Annars erum við komin með aðstöðu í Tónlistarþróunarmiðstöðinni \o/. Við fórum þangað í gærkvöldi og gengum frá málum. Danny Pollock sýndi okkur staðinn og var mjög hjálpsamur að öllu leyti. Okkur líst mjög vel á og erum mjög spennt. Jeeei.

Lag dagsins. Peter Bjorn and John – Young Folks