Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, desember 31, 2006

Jæææja gott fólk.. þá er árið liðið blablabla... góðar stundir blablablaaaa

á heildina litið var ég nokkuð sáttur við 2006.. kannski fulldöll á köflum og lítið í gangi, en það er kannski bara hluti af því að verða gamalmenni..

Það voru þó nokkrir hápunktar..
* Hress ferð til Boston,
* Hress Hróaskelda,
* karókí í Danmörku,
* akstur á ofvaxinni slátturvél,
* við eignuðumst tvær læður,
* ég leysti heila sudoku bók,
* gerðist félagslífsgaur,
* fór í mína fyrstu vísindaferð,
* deitaði sæta stelpu,
* Chelsea urðu deildarmeistarar
* Liverpool urðu ekki deildarmeistarar
* Liverpool unnu ekki meistaradeildina
* Liverpool unnu ekki deildarbikarinn
* eignaðist telecaster,
* eignaðist Yamaha P120 píanó,
* eignaðist Vox AC15 magnara,
* Gaf út blað
* var almennt töff

þar að auki var það mun betra en sá epíski brandari sem 2005 var.

Það pirrar mig samt hvað þessi ár líða alltaf hraðar og hraðar... þetta ár byrjaði á partíi hérna heima hjá mér og mér finnst eins og það hafi verið í síðasta mánuði.. svo verður líklega komið 2007 á morgun

en jæja, sé ykkur vonandi öll hjá Krumma í kvöld.
Jei.

Gleðilegt ár! :)

föstudagur, desember 29, 2006

ái...

þriðjudagur, desember 26, 2006

Húrra fyrir jólunum. Þau eru best. Aðfangadagskvöld var æði. Jóladagur líka. Vil þakka fólki fyrir gjafir o.s.frv. Ég er fullur af gleði og hamingju þessa dagana.

Er annars ekki stemmari fyrir áramótapartíinu hjá Krumma?

sunnudagur, desember 24, 2006

Jæja hún Sabor virðist greinilega hafa skoðað bloggið mitt og tekið síðustu færslu eitthvað til sín.
Allavegana tók ég strax eftir mikilli hugarfarsbreytingu hjá henni...

eins og sjá má er hún hér mjög einbeitt að hjálpa pabba að setja upp jólatréð. Vaka er hinsvegar líklega ennþá hrjótandi einhversstaðar.

En jæja annars vil ég bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vonast til að sjá ykkur sem lesið þetta sem mest í fríinu. :)

föstudagur, desember 22, 2006


Hvað er eiginlega að ykkur? Allir að farast úr jólastressi og þið tvær liggið bara og hrjótið eins og prinsessurnar á bauninni? Gerið eitthvað gagn!!
Þetta eru án efa lötustu kettir í heiminum... ég ætla að gefa þeim hengirúm í jólagjöf. Það var þó allavegana hægt að svipta Týra sjálfsvirðingunni með því að nota hann sem hreindýr..
Í gær (fyrradag fyrst komið er yfir miðnætti) sá ég um jólaglögg heimspekinema þar sem jólaglögg/bjór var drukkinn og þessu blessaða tímariti var dreift. Mæting hefði sosem mátt vera betri, en þetta var annars fínt.
Þar bar þó líklega hæst að ég hitti skapara www.samkynhneigdurhommi.blogspot.com og ræddi við hann um þessa frægu síðu. Hann sagði mér að fólk væri alltaf að ræða við sig um þetta og að hann hefði m.a. verið beðinn um að vera með uppistand hjá Samtökunum 77 hahahah.
Annars voru alveg 5 kassar af bjór afgangs... hver vill eiga?

miðvikudagur, desember 20, 2006

Ég er farinn að lúlla.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Jeeeei.
Blaðið sem ég ritstýrði er komið úr prentun. Ég fæ það í hendurnar á morgun. \o/

mánudagur, desember 18, 2006

Jæja lesendur góðir...

hver er uppáhaldstörtleskallinn ykkar?
Kvót vikunnar

"Manni finnst bara að skynbærar skepnur eigi að fá spjallþætti, bjánar eiga ekki að fá fúlgur fyrir að deila bjánaskap sínum, þar sem hann kemur fram á endanum hvort eð er. Ég næ aldrei að fela minn og ekki fæ ég neitt borgað!" -Hjölli

föstudagur, desember 15, 2006

Egill er búinn í prófum :-)

mánudagur, desember 11, 2006

pff.. ruglið í Eggerti að reka Pardew... svei...
bölvað vesen á íslendingum alltaf hreint

Liðið fellur, þetta verður annar Stoke brandari og Íslendingar verða svo bannaðir í austurhluta London eftir nokkur ár.

En jæja fyrst þetta er búið og gert, hverjum finnst að Magnús Ver ætti svo að vera skipaður sem næsti knattspyrnustjóri?

föstudagur, desember 08, 2006

"Harry, I'm going to let you in on a little secret. Every day, once a day, give yourself a present. Don't plan it. Don't wait for it. Just let it happen. It could be a new shirt at the men's store, a catnap in your office chair, or two cups of good, hot black coffee." - Dale Cooper

ég hélt aldrei að ég myndi segja þetta, en... djöfull er ég að drekka gott kaffi

annars fór ég í gær á lokahóf stjórnmálaheimspekinnar á Pravda sem Vilhjálmur Árnason (kennarinn minn) hafði skipulagt. Þar voru Steingrímur J. og Birgir Ármannson að ræða um stjórnmálaskoðanir sínar í tengslum við nýútkomna bók Steingríms. Þeir voru báðir mjög skemmtilegir, og ég fékk að spyrja þá misgáfulegra spurninga... ég bjóst aldrei við því að ég myndi hafa gaman af þriggja tíma stjórnmálaumræðu.. en svona getur maður komið sjálfum sér á óvart.

lag dagsins: Pixies - All Over The World

miðvikudagur, desember 06, 2006

Fokking jólasveinar

Litla systir mín er 12 ára í dag. Til hamingju systir, til hamingju.

ég var í munnlegu prófi í stjórnmálaheimspeki í dag.

Fleira var það ekki.

lag dagsins: Belle & Sebastian - Le Pastie De La Bourgeoisie

sunnudagur, desember 03, 2006

hahahah vá...
Thierry Henry ætti að fá nóbelsverðlaunin í fávitaskap fyrir þetta

Finnst þetta samt besta kvótið:
"He kept repeating that same bit over and over. 'You're 40, you're 40'."

Er einhver annar en ég að sjá þetta ljóslifandi fyrir sér?

ps. hver vill koma með mér á jólahlaðborð?
ég er svangur..