Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Í kvöld voru ég og Krummi að ræða afmæli á leikskólanum.. eitthvað eru þau fátæklegri en á okkar tímum (alltaf þegar einhver átti afmæli í leikskólanum hans Krumma fengu krakkarnir kakó... á mínum fengu allir ís), en núna fá börn einhverja skitna pappakórónu, íslenska fánann og kerti til að blása á. Krummi benti réttilega á að þetta sé ekkert nema kóngadýrkun frá fornri tíð þegar danir réðu yfir okkur og sé úrelt og heimskulegt. Hann kom svo með þá ágætu hugmynd að öllum leikskólum yrði úthlutaður einn selskinspels eins og sá sem Halldór Ásgrímsson á. Þannig foringjadýrkun væri mun meira viðeigandi og leiðtoga okkar til sóma.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

mér finnst ég eigi skilið að fá fálkaorðuna fyrir að dansa í klukkutíma á Prikinu í gær í þykkustu úlpu jarðríkis..

laugardagur, febrúar 19, 2005

jæja þetta eru búnir að vera áhugaverðir dagar undanfarið (samt ekki)... í gær fóru ég og Elín á tónleika á Grand Rokk með Taugadeildinni (hljómsveit Árna Daníels frænda míns sem er að koma saman í fyrsta skipti í 25 ár eða e-ð) og þeir voru helvíti góðir.. f. utan þegar eitthvað rónahelvíti fór uppá sviðið, hrinti mæknum og byrjaði eitthvað að tuða.. en svo var honum fleygt út á mjög brútal hátt, en það gladdi alla á svæðinu. jei. annað markvert sem hefur gerst í lífi mínu.. hmm...
það stakkst nál í gegnum tánna á mér í fyrradag.. mun ég birta myndir með til skýringar

þannig var mál með vexti að á gólfinu inni hjá mér lá frekar stór nál (sona nál-og tvinni nál).. hún hefur legið og staðið einhevrnvegin uppúr teppinni.. ég hef s.s. sparkað einhvernvegin í hana, þannig að hún gekk inn í líkama minn og fór í gegnum sokkinn.. ég náði ekki að draga hana úr þar sem hún var svo rækilega föst og þurfti hjálp Árna Daníels með það. hér má svo sjá farið eftir þetta. inngöngu og útgöngupunkt:


hér sést ei vel hvar hún fór nákvæmlega inní eða hversu djúpt hún var þannig að ég lýsi því enn frekar með skýringamynd

seinni myndin er s.s. séð ofan frá. og þar hafið þið það. það eina merkilega sem gerst hefur ´ilífi mínu síðustu 2 vikur.

æjá og ég sá líka norðurljós.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Hann Ingólfur frændi minn fær hrós fyrir þessa færslu

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

vá... sumt verður flóknara en maður bjóst fyrst við að það yrði...

laugardagur, febrúar 12, 2005

blogg er fyrir aula og útigangsmenn

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

ég er svangur
jæja.. fyrsta færsla í rúmlega viku... allt búið að gerast.. allllt segi ég.. fór í sumarbústaðaferð um helgina með fríðum flokki, drakk mig fullan, stútaði á mér tánni, drakk mig fullan og tapaði í pictionary.

Ég er byrjaður að vinna á leikskólanum Sæborg og er bara mjög sáttur við það djobb.. ég er á deild með krökkum á aldrinum 2-3 ára sem er eiginlega hinn fullkomni aldur.. öll deilumál hjá börnunum eru enn einföld að leysa, annað en t.d. hjá elstu deildunum. dæmi

mín deild:

Júlíus: "Malfreð tók skófluna mína!"
Egill: "Er það rétt Malfreð?"
Malfreð: "........... já"
Egill: "Skammastu þín Malfreð, það er ljótt að stela af öðrum."

og svo fær barn #1 skófluna sína aftur.

4-5 ára deild:

Barn #1 (grenjandi): "Barn #2 sagðist ætla að róla við mig og Barn #3 saman en svo tók hann bara róluna og fór að róla sjálfur og vill ekki leyfa okkur að vera með!"
Egill: "Er það rétt Barn #2?"
Barn #2: "nei þau sögðust ætla að róla við mig ef ég myndi láta þau fá tvær skóflur og eina fötu. ég gerði það en svo tóku þau bara róluna og svo fóru þau að róla og ég fékk ekki að vera með"
Egill: "er það rétt Barn #1?"
Barn #1: "það er villa í rökflutningi þínum Barn #2. Það var samið um 3 bláar fötur og þrjár skóflur og þú sagðist fyrst áður en við fórum út að þú myndir róla við okkur en svo gerðiru það ekki heldur leyfðir Barni #7 og Barni #14 að róla þrátt fyrir áður gefin loforð."
Barn #2: "Barn #1 er að ljúga egill! gerðu eitthvað!"

og svo leysist allt upp í vitleysu

þannig að ég er sáttur... en það var einn hlutur sem ég ákvað að halda áfram að vinna þarna, en það er að ég fæ að leggja mig með börnunum í hádeginu.. og það er alveg 3 korter! partí!