Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Afhverju er það yfirleitt þannig með heimspekirit og kenningar, að þeir sem setja fram kenningarnar geta að einhverjum ástæðum nánast aldrei komið þeim frá sér á mannamáli, og þær bækur sem útskýra kenningarnar gera það yfirleitt miklu betur en ritin sjálf?

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

jei. Desember á föstudaginn.
ég elska desember eins og líklega flestir aðrir.. og alveg extra mikið núna þar sem ég fer bara í eitt próf (búinn í hinum tveim kúrsunum).

hann Hrafn vinur minn hatar jólin. og af mjög skiljanlegum ástæðum
Hann vinnur sem kokkur á Lækjabrekku, og í nóvember á hverju ári byrja jólahlaðborð einhverntíman um miðjan nóvember.
Og þar sem það er mikil pressa á þessum tíma þá er hann að vinna mun meira en venjulega, og þarf þessvegna að vera með jólalög í eyrunum og einhverja jólastemningu í kring um sig 13 tíma á dag... það ættu að vera einhver lög gegn þessu....

mánudagur, nóvember 27, 2006

Ég hef komist að því í dag að það að draga andann djúpt og telja upp að 10 er gjörsamlega gagnslaus aðferð til að hemja stjórnlausa bræði yfir tilgangslausum hlutum. Sá sálfræðingur sem fann upp á því er bjáni.
Það er mun gagnlegra að öskra bara úr sér líftóruna og kýla í hluti.


þessi mynd yljar mér ávallt um hjartarætur

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Alvarleg, samfélagsleg spurning: afhverju fílar fólk 21. aldarinnar, (þá er ég að tala um sjálfan mig + fjölmarga aðra) svona tónlist, og svona húmor? (ps. besta lag + besta stuttmynd seinni tíma)

Síðustu nótt dreymdi mig fallegasta draum sem mig hefur dreymt á ævi minni. Í honum var ég hamingjusamari og glaðari en ég hef verið frá því ég var u.þ.b. 11 ára. Líf mitt héðan í frá mun miðast við það að endurupplifa þennan draum.

Say! do you waant to goo see a mooovie? I'm feeling fat, and sassy!

Jula varer Helt til Påske!

Jula varer Helt til Påske!

yaaaay!

racoo?

laugardagur, nóvember 25, 2006

jæja torino er mitt lið í ítölsku deildinni héðan í frá.
fokking púlarar

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

vá... algjör steik sem vann Gegndrepa

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Sökum uppgangs í íslenskri dagskrárgerð/kvikmyndagerð undanfarið vorum ég og Fúsi (sem lék Baldur í Benjamín Dúfu) að plana endurkomu hans á stóra tjaldið í myndunum Benjamín Dúfa 2: The Resurrection og Benjamín Dúfa 3: Die Baldur Die.

Ég held þetta geti varla klikkað... einhver sem vill vera með?
Jæja. Endalaust dýr viðgerð fyrir endalaust bilaðan magnara. Borgað með pening sem ég á endalaust mikið ekki til.
Þeir sem vilja heimsækja mig í skuldafangelsi hafa samband og ég læt ykkur vita hvar ég verð.
Frá því fyrir svona 2 árum þá get ég ekki farið að sofa án þess að það sé e-ð í gangi í sjónvarpinu/tölvunni minni. Annars þarf ég að hlusta á sjálfan mig hugsa.

Ég hata að hlusta á sjálfan mig hugsa.

Það er eins og að þurfa að hlusta á rausið í gamalli frænku sem maður hittir í jólaboði einusinni á ári.

Þetta er eitthvað sem framtíðareiginkona mín þarf að lifa með, því miður. =/
Egill var einn í heiminum

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Jeg vil þakka þeim sem heiðruðu mig með nærveru sinni í gær fyrir skemmtilegt kvöld. Þetta var mjög gaman.
Það var líka mjög gaman að labba heim um hánótt í óendanlegu magni af snjó. Það var sérlega fallegt og rómó og minnti mig á skemmtilega tíma hér á árum áður hohoho.

Lag dagsins: Dillinger Escape Plan - Clip The Aphex...Accept Instruction

laugardagur, nóvember 18, 2006

partí hjá mér í kvöld

allir velkomnir

jeeeei

annars ætla ég að taka undir með krumma hvað varðar þetta

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

vá.. ég var að horfa á Sigtið.. eins og ég hafði mikla fordóma fyrir þessum þáttum fyrst þá verð ég bara að segja að mér finnst þeir orðnir mjöög fyndnir.

Annars fékk ég bréf frá henni Hildi minni í Taiwan (s.s. bréf í pósti)...það gladdi mig mjög, og ég fattaði að það eru svona 10 ár síðan ég fékk bréf í pósti síðast sem var ekki gluggapóstur. Maður er alveg búinn að gleyma því hversu gaman það er að fá alvöru bréf, frekar en einhverja ímeil vitleysu. Helvítis tæknisamfélag.

Ég ætla að hætta að nota internetið og senda bara bréf í pósti til vina minna héðan í frá. Þaðan færi ég mig svo yfir í bréfadúfur.

föstudagur, nóvember 10, 2006

hahahahhaha sápuóperur...

hahahahahhahahhh
jæja minn langlífi samsung sími (sem ég fékk í tvítugsafmælisgjöf) virðist vera á leiðinni að gefa upp öndina... af einhverjum ástæðum eyddust öll númer úr símaskránni, og svo nokkrar hringingar, þar á meðal sú venjulega, þannig að núna þarf ég að heyra einhver óþolandi lög í hvert skipti sem hann hringir. *sorg*
vinsamlegast hættið að hringja í mig

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Snjór.

:-)

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

vægi: 0%

>:-|