Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, ágúst 20, 2008

Handboltafærsla
---------------

I. Þvílík snilld. Dísös. Það segir margt um mátt hugans að það eitt að sjá einhverja sveitta þursa sem maður þekkir ekki neitt kasta bolta í net geti framkallað þvílíkar tilfinningar hjá manni. Þessi pólverjaleikur var skemmtilegur. Fátt jafnast við það að vera öskrandi af gleði einn heima hjá sér eldsnemma um morguninn.



II. Í tilefni af þessu mun ég gera lista yfir fimm sætustu sigra og fimm beiskustu ósigra landsliðsins í handbolta. Mun ég þar nýta mér gott minni á ártöl og slíkt.Fyrst verstu töpin:

5. Öll töp á móti Svíum. Man ekki hvað þeir unnu okkur oft en það var alltaf með þokkalegum mun og alltaf jafnglatað.

4. Ísland 28 - 34 Slóvenía. EM 2004 í Slóveníu. Gekk ágætlega framanaf en svo misstum við þrjá gaura útaf í einu og misstum allt niður um okkur. Allt gekk svo frekar illa eftir það og við prumpuðumst heim beint eftir riðlakeppnina.


3. Ísland - Spánn EM Þýskalandi. Man ekki alveg eftir þessum leik.. man bara að hann sökkaði yo.

2. Ísland 25 - 26 Ungverjaland. 8 liða úrslit á HM í Kumamoto 1997. Ég fór að hágrenja eftir þennan leik. Það var fyrsta og eina skiptið, enda var ég líka bara 12 ára. Ég verð yfirleitt hryllilega spenntur þegar ég horfi á mín lið keppa og tek úrslitin alltaf hrikalega inn á mig. Hinsvegar grenja ég ekki yfir þeim. Aumingjar grenja yfir íþróttum.

1. Ísland 40 - 41 Danmörk. 8 liða úrslit á HM í Þýskalandi 2007. Aulamark á síðustu sekúndunni eftir tvíframlengdan leik. Mesta ógeð sem ég hef horft upp á. Svo var líka öllum hljóðfærunum mínum rænt þetta kvöld.



III. 5. Ísland 27 - 18 Júgóslavía. Við unnum Jógóslavíu auðveldlega sem átti að vera með svo rosalega æðislegt lið. Geðveikt gaman. Svo hrækti einhver júggi framan í Patrek og fékk rautt spjald, sem var heví fyndið.

4. Ísland 32 - 28 Þýskaland. EM 2002. Leikur sem kom okkur í undanúrslit ef ég man rétt.

3. Ísland 32 - 30 Pólland. Ólympíuleikar 2008. Jurasik hver? Bielecki hver? Kuchczyński hver? Tłuczyński HVER? Ég bara spyr...... Samt svona án gríns, ég veit ekkert hverjir þetta eru.

2. Ísland 32 - 24 Frakkland. HM 2007. Höfðum tapað aulalega á móti Úkraínu í leiknum á undan og urðum að vinna Frakka, "besta lið heims" til að komast áfram. Áttum ekki að eiga mikla möguleika, en völtuðum svo yfir þá, bökkuðum aftur yfir þá, stigum svo úr bifreiðinni og pissuðum og gubbuðum á hræið. Sagt er að franska þjóðin hafi aldrei náð sér almennilega eftir þetta tap og að önnur borgarastyrjöld sé jafnvel í uppsigi.

1. Ísland 25 - 26 Svíþjóð. 17. júní 2006 (unnum samanlagt). Eftir að hafa tapað fyrir þessum IKEA-lúðum aftur og aftur í mörg, mörg ár hentum við þeim út úr HM, og gúrkan hann Staffan Olsson fór í fýlu. Verður eiginlega að vera efst þar sem þetta er í eina skiptið sem ég hef brotið sófa í fagnaðarlátum.


IV. Í tilefni af því að þetta er handboltafærsla, ætla ég að hafa persónuumfjöllun mína um Komma þar sem hann er eini vinur minn sem hefur almennilegan áhuga á handbolta.
Komma kynntist ég í Hagaskóla, og hann er líklega elsti vinur minn. Við kynntumst þegar við vorum 13 ára, sem er samt ekkert sérstaklega gamalt.
Kommi er sérlega skemmtilegur náungi og er hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fer. Það stafar m.a. af hans óhóflegu persónutöfrum og því hversu góður hann er í að segja frá mönnum og atburðum. Það er alltaf gaman að spjalla við Komma og hlusta á hann segja frá. Að auki er hann hjartahreinn og góður drengur.

Kommi á sér þó sínar myrku hliðar. Þegar við vorum í 9. bekk braut Kommi mín legendary beyglugleraugu. Hann hljóp upp að mér einn daginn í einhverju sjúku bræðiskasti, reif þau af mér og braut þau í tvennt. Ástæðan hefur alla tíð verið augljós. Hann var afbrýðissamur vegna þeirra miklu vinsælda sem gleraugun veittu mér, og hefur að sjálfsögðu verið uggandi yfir því hversu hratt ég kleif vinsældastigann á hans kostnað, og ákveðið að taka til sinna ráða. Ekki átti Kommi beyglugleraugu, hann er ekki einusinni nærsýnn.

Nei djók. Hann braut reyndar gleraugun mín en það var alveg óvart.

Kommi spilar einnig handbolta, og er líklega besti línumaður í heiminum í dag. Afhverju hann er ekki löngu kominn í landsliðið er mér hulin ráðgáta, en það stafar eflaust af því að sem barn bjó hann um skeið á Álandseyjum, og það þarf ekki að fara mörgum orðum um hið sjúklega hatur sem ríkir á milli Álandseyinga og Íslendinga. Eg hef traustar heimildir fyrir því að hátt settir menn í HSÍ hafi beitt sér gegn honum í gegn um tíðina.

Leikari sem myndi leika hann í mynd: Rutger Hauer