Er of latur til að tuða almennilega um þetta, en svona væl fer bara almennt í taugarnar á mér. Menntskælingadrykkja já takk!
Banna ætti partí fyrir böll
Breyta þarf skipulagi á skemmtanahaldi framhaldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum.
Valgerður hefur starfað innan framhaldsskóla og segir að yfirmenn skóla ættu að íhuga að breyta þeirri stefnu að leyfa heimapartí fyrir böll. Fyrir árshátíðir fari nemendur til að mynda iðulega út að borða en í stað þess að ballið hefjist strax að loknu borðhaldi sé gefinn tími til heimapartís.
Þessa venju þurfi að endurskoða, ætli menn að draga úr unglingadrykkju.
Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að drykkja unglinga ykist um 140 prósent frá vori tíunda bekkjar til fyrsta haustmisserisins í framhaldsskóla.- sbt
http://www.visir.is/article/20091121/FRETTIR01/866038388
Banna ætti partí fyrir böll
Breyta þarf skipulagi á skemmtanahaldi framhaldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum.
Valgerður hefur starfað innan framhaldsskóla og segir að yfirmenn skóla ættu að íhuga að breyta þeirri stefnu að leyfa heimapartí fyrir böll. Fyrir árshátíðir fari nemendur til að mynda iðulega út að borða en í stað þess að ballið hefjist strax að loknu borðhaldi sé gefinn tími til heimapartís.
Þessa venju þurfi að endurskoða, ætli menn að draga úr unglingadrykkju.
Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að drykkja unglinga ykist um 140 prósent frá vori tíunda bekkjar til fyrsta haustmisserisins í framhaldsskóla.- sbt
http://www.visir.is/article/20091121/FRETTIR01/866038388
2 Ummæli:
Þann 8:10 e.h. , Hjölli sagði...
Einmitt! Hvernig á fólk að þroskast ef það fer ekki og dettur á hausinn, gubbar á buxurnar eða segir einhverja vitleysu? Mér þykir líka alltaf furða í verndarstefnu með þroska sem markmið. Ruglið er lífsins lærdómur.
Þann 1:14 e.h. , Nafnlaus sagði...
Helvítis unglingadrykkju-egill - alltaf viltu skemma allt fyrir okkur forsjárhyggjufólkinu!
Skrifa ummæli
<< Heim