Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, júlí 03, 2009

Jæja ætli ég verði ekki eins og flestir að tjá mig um Michael Jackson.. leiðinlegt að hann er dáinn og allt það, enda mikill meistari. ég verð að segja að ég hálfvorkenndi honum þessi síðustu ár, og þessar barnamisnotkunarásakanir sem hann varð alltaf fyrir þökk sé m.a. aulum eins og Martin Bashir fóru alltaf í taugarnar á mér. Eftir að hafa séð viðtöl þar sem hann tjáir sig sjálfur um samskipti sín við börn, hvernig börn og annað fólk sem þekkti hann vel talaði um hann, og hvernig börn létu í kring um hann, þá var það frekar augljóst að það var aldrei neitt vafasamt í gangi. Það sá það hver maður (sem er ekki hálfviti) að hann var bara frekar einfaldur gaur sem gekk í barndóm.
Og ég skil hann sosem vel; sjálfur hef ég unnið mikið með börnum og finnst börn almennt yndisleg (fyrir utan einstaka leiðindaskjóður). Ef ég væri moldríkur poppari sem vissi ekki hvað ég ætti að gera með aurana, þá væri það að byggja risastóran skemmtigarð, bjóða fullt af krökkum þangað og hanga með þeim allan daginn örugglega mjög ofarlega á listanum hjá mér yfir fyndna hluti til að spandera peningum í (fylgir fast á hæla þess að kaupa sér fótboltaliðið Scunthorpe, og að ráða lúðrasveit til að fylgja mér hvert sem ég færi). Og kommon.. ef hann var að fá hundruðir barna til sín þangað, þá var það alveg bókað að einhverjar fávitar myndu sjá gróðavon og fá barnið sitt til að ásaka hann um misnotkun.. enda viðurkenndu þau það flest á endanum.
Annars fannst mér það alltaf frekar sorglegt og glatað.. hvernig fjölmiðlar og frethanar eins og Martin Bashir gátu afskræmt og gert tortryggilegt eitthvað sem var bara frekar krúttlegt, og virtist aðallega knúið áfram af góðmennsku og sérvisku. En hann hefði svosem geta sagt sér sjálfur hvað myndi gerast..

1 Ummæli:

  • Þann 9:51 e.h. , Anonymous Hjölli sagði...

    Ef hann var frekar einfaldur gaur gat hann þá sagt sér það sjálfur? Ansans leiðindaseggir þurfa alltaf að níðast á því sem þeir skilja ekki.
    En burtséð frá slúðri þá er missir af karlinum, það eru framleidd fá eintök af þessum.

     

Skrifa ummæli

<< Heim