I. Ég er búinn að fylgjast vel með þessu Icesavemáli, og það er að myndast mikil togstreita hjá mér milli raunsæis og réttlætiskenndar minnar. Ég sveiflast eiginlega á milli tveggja sjónarmiða:
Sjónarmið 1: Ég vil að þessir samningar verða drifnir í gegn svo við lendum ekki í enn meiri vandræðum og að enn ein stjórnarkreppa bætist ofan á allt vesenið. Þrátt fyrir augljóst óréttlæti, þá er þetta skásti kosturinn í stöðunni, og illu er best af lokið. Rausið í íhaldinu og framsókn fer í taugarnar á mér og maður tekur ekki mark á nokkru sem kemur úr þeirra munni. Mér finnst reyndar að það ætti að vera skammakrókur á Alþingi þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar geta bara setið, haldið kjafti og skammast sín allavegana næstu tvö árin. Og hvernig var það annars, voru það ekki sjálfstæðismenn sem lýstu því yfir í kjölfar hrunsins að við myndum borga þetta? Og voru ekki komin drög að samningum í þeirra stjórnartíð, sem eru alls ekki svo ólíkir þeim sem liggja núna fyrir?? Hvað er það nákvæmlega sem þið eruð að leggja til að verði gert, helvítis hræsnararnir ykkar? Reynið bara að þegja og sýna smá auðmýkt.
Og Sigmundur Davíð í guðanna bænum haltu kjafti, helvítis lýðskrumarinn þinn.
Sjónarmið 2: Við borgum ekki þennan andskotans pening því þetta er ósanngjarnt og óréttlátt sama hvernig litið er á það. Afhverju eiga ég og afkomendur mínir að borga einhverjar stjarnfræðilegar skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til? Bankar sem voru knúnir áfram af einhverju gildismati og hugmyndafræði sem fer þvert gegn öllu sem ég trúi á í lífinu??? Á meðan einhverjar frekjudollur í jakkafötum mökuðu krókinn í áraraðir sat ég bara heima og skammaðist yfir þessu. Ég samþykkti aldrei þessa fávitavæðingu, né nokkur annar sem ég þekki. Og svo allt í einu því allt fór til andskotans hjá þeim þá á ég að redda þeim???? Og afhverju í fjandanum var ríkisábyrgð á þessu öllu saman?? Ég vil að þessir samningar verði felldir. Mér er drullusama þó við einangrumst í alþjóðasamfélaginu. Þetta "alþjóðasamfélag" er hvort sem er ömurlegt og rotið að innan, og ég vill ekkert hafa með það að gera. Farið bara í rassgat, ég ætla að flytja út á land og byrja að rækta gulrætur.
Ég hef hallast að sjónarmiði 1 undanfarna daga, en þessa stundina er mjög auðvelt að sannfæra mig um annað, þannig að ef við viljið megið þið endilega reyna það.
Sjónarmið 1: Ég vil að þessir samningar verða drifnir í gegn svo við lendum ekki í enn meiri vandræðum og að enn ein stjórnarkreppa bætist ofan á allt vesenið. Þrátt fyrir augljóst óréttlæti, þá er þetta skásti kosturinn í stöðunni, og illu er best af lokið. Rausið í íhaldinu og framsókn fer í taugarnar á mér og maður tekur ekki mark á nokkru sem kemur úr þeirra munni. Mér finnst reyndar að það ætti að vera skammakrókur á Alþingi þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar geta bara setið, haldið kjafti og skammast sín allavegana næstu tvö árin. Og hvernig var það annars, voru það ekki sjálfstæðismenn sem lýstu því yfir í kjölfar hrunsins að við myndum borga þetta? Og voru ekki komin drög að samningum í þeirra stjórnartíð, sem eru alls ekki svo ólíkir þeim sem liggja núna fyrir?? Hvað er það nákvæmlega sem þið eruð að leggja til að verði gert, helvítis hræsnararnir ykkar? Reynið bara að þegja og sýna smá auðmýkt.
Og Sigmundur Davíð í guðanna bænum haltu kjafti, helvítis lýðskrumarinn þinn.
Sjónarmið 2: Við borgum ekki þennan andskotans pening því þetta er ósanngjarnt og óréttlátt sama hvernig litið er á það. Afhverju eiga ég og afkomendur mínir að borga einhverjar stjarnfræðilegar skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til? Bankar sem voru knúnir áfram af einhverju gildismati og hugmyndafræði sem fer þvert gegn öllu sem ég trúi á í lífinu??? Á meðan einhverjar frekjudollur í jakkafötum mökuðu krókinn í áraraðir sat ég bara heima og skammaðist yfir þessu. Ég samþykkti aldrei þessa fávitavæðingu, né nokkur annar sem ég þekki. Og svo allt í einu því allt fór til andskotans hjá þeim þá á ég að redda þeim???? Og afhverju í fjandanum var ríkisábyrgð á þessu öllu saman?? Ég vil að þessir samningar verði felldir. Mér er drullusama þó við einangrumst í alþjóðasamfélaginu. Þetta "alþjóðasamfélag" er hvort sem er ömurlegt og rotið að innan, og ég vill ekkert hafa með það að gera. Farið bara í rassgat, ég ætla að flytja út á land og byrja að rækta gulrætur.
Ég hef hallast að sjónarmiði 1 undanfarna daga, en þessa stundina er mjög auðvelt að sannfæra mig um annað, þannig að ef við viljið megið þið endilega reyna það.
4 Ummæli:
Þann 2:01 e.h. , mamma sagði...
Er fólk hætt að lesa blogg í dag?
Þann 5:33 e.h. , Hjölli sagði...
Ég er alveg hjartanlega sammála um þessa tvíeggja afstöðu. Annarsvegar finnst manni að Ísland eigi ekki að vera í ábyrgð fyrir skammarlega kjánalegt og órökrétt banka og hagkerfi. Bjarga hnökkum, hnuss... Svo aftur einmitt að það er ekki gott að einangrast á eyju, og okkar frammáfólk hegðaði sér eins og grasasnar og auðvitað hlýtur að vera ábyrgð samfélagsins að þessir kjánar fengu þessi völd. Þannig að jánei/neijá/máske.
En lýðskrumið hefur ekkert breyst, það er alveg ljóst að ekkert breytist nema kerfinu öllu og lagabáknum verði hent á bálið.
Þann 8:49 e.h. , jóipalli sagði...
Allir íslendingar verða hataðir í allmörg ár og "orðspor" Íslands í molum ef ekki verður gengið af samningum um Icesave. Vona að Ísland verði betri land í kjölfarið.
Mjög erfitt val.
En vonum það besta, að eignir bankans nái upp í þetta rugl.
Þann 5:23 e.h. , Una sagði...
Ég sveiflast stöðugt, bæði í þessu og ESB
Skrifa ummæli
<< Heim