I. Mér leiðist átök við fólk og slíkt fer alltaf illa í mig. T.d. að rífast við vini eða fjölskyldumeðlimi, kvarta yfir lélegri þjónustu einhversstaðar, skammast í vinnufélaga, kvarta yfir hávaða í næsta húsi og eitthvað þar fram eftir götum. Ég get átt í slíkum samskiptum þegar mér finnst ástæða vera til, en það gerir það yfirleitt að verkum að ég er í pirruðu skapi það sem eftir lifir dags og hugsa ekki um annað. Þá gildir einu hvort ég "hafði betur" eða ekki, eða hvort einhver ágreiningur hafi verið leystur. Maður spyr sig hvaða erindi ég hef eiginlega á þessa jörð þar sem 50% af samskiptum fólks virðast ganga út á þetta.
II. Afhverju er ógeðslegt svona sterkt orð? að segja að eitthvað sé "geðslegt" er ekkert sérstaklega merkingarþrungið en um leið og þetta ó er komið fyrir framan verður þetta orð mjög ógnvekjandi. Heimsku málvenjur.
III. Ég var að horfa á Scrubs þáttinn þar sem feita hjúkkan deyr. Stundum vildi ég óska þess að ég væri trúaður. Að hafa eitthvað haldreipi sem ég gæti haldið mér í, sama hvað bjátaði á. Að allt það ömurlega og van-geðslega sem eigi sér stað gerðist af einhverri ástæðu. Að öll vonbrigði lífsins eigi sér einhverja skýringu.
Ég held samt að allir trúi á eitthvað, annars væri ekki tæpast hægt að lifa. Það er samt líklega hættulegra að trúa á eitthvað sem finna má á þessari jörð. Því ef það bregst á einhvern hátt þá getur maður fátt annað gert en að skjóta sig bara í hausinn. Eins og t.d. nasistarnir í fjöldasjálfsmorðsmyndinni Der Untergang. Þeir trúðu á nasisma og þriðja ríkið, en þegar það fór allt til fjandans þá skutu þeir sig allir í hausinn (einn af öðrum í 146 mínútur). En ef maður trúir á eitthvað sem er ekki hægt að hrekja eða afsanna þá er maður nokkuð seif.
II. Afhverju er ógeðslegt svona sterkt orð? að segja að eitthvað sé "geðslegt" er ekkert sérstaklega merkingarþrungið en um leið og þetta ó er komið fyrir framan verður þetta orð mjög ógnvekjandi. Heimsku málvenjur.
III. Ég var að horfa á Scrubs þáttinn þar sem feita hjúkkan deyr. Stundum vildi ég óska þess að ég væri trúaður. Að hafa eitthvað haldreipi sem ég gæti haldið mér í, sama hvað bjátaði á. Að allt það ömurlega og van-geðslega sem eigi sér stað gerðist af einhverri ástæðu. Að öll vonbrigði lífsins eigi sér einhverja skýringu.
Ég held samt að allir trúi á eitthvað, annars væri ekki tæpast hægt að lifa. Það er samt líklega hættulegra að trúa á eitthvað sem finna má á þessari jörð. Því ef það bregst á einhvern hátt þá getur maður fátt annað gert en að skjóta sig bara í hausinn. Eins og t.d. nasistarnir í fjöldasjálfsmorðsmyndinni Der Untergang. Þeir trúðu á nasisma og þriðja ríkið, en þegar það fór allt til fjandans þá skutu þeir sig allir í hausinn (einn af öðrum í 146 mínútur). En ef maður trúir á eitthvað sem er ekki hægt að hrekja eða afsanna þá er maður nokkuð seif.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim