Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, október 30, 2009

Gallinn við að flytja er að það tekur mig alltaf nokkrar vikur/mánuði að manna mig upp í það að sækja um húsaleigubætur. Það er alveg dágóður skerfur af geðheilsunni sem tapast við vesenið sem felst í því, þökk sé óendanlegu bjúrokrasíu-blæti íslendinga.
Til að fá húsaleigubætur þarf maður að redda "löggildum skjalapappír", finna draslið á netinu og prenta það út, gera einn samning á þannig og annan á venjulegan pappír, gera fyrstu tilraun til að fara til sýslumanns, (hún heppnast aldrei þar sem þau finna alltaf eitthvað sem vantar), redda því sem þarf að redda (í þessu tilfelli að láta leigusalann skrifa undir einhverja staðfestingu á að sá sem bjó í íbúðinni á undan mér sé fluttur), fara með það aftur, Bíða í tvo daga, gera fyrstu tilraun til að fara fara í þjónustumiðstöð vesturbæjar, fara uppí HÍ og trufla Rikke í verklegum efnafræðitíma í þeim tilgangi að fá hana skrifa undir eitthvað gjörsamlega tilgangslaust plagg um að hún vilji líka húsaleigubætur.
Allt þetta fyrir einhvern skitinn 18.000 kall á mánuði. Svo ekki nóg með það heldur eru þau alltaf eitthvað að fikta í því og áætla á mann e-ð kjaftæði og til að sýna fram á að maður sé blankur námsmaður þarf maður að ganga í gegn um álíka mikið vesen aftur, ef ekki meira.

Þetta er í þriðja skipti á rúmu ári sem ég þarf að standa í þessu, og ég væri líklega löngu búinn að svipta mig lífi ef ekki væri fyrir þá afþreyingu sem felst í því að fara á svona þessa staði og fylgjast með úr fjarlægð hvernig þetta fúnkerar allt. Starfsfólkið er í 99,9% tilvika kerlingar á aldrinum 40-60 ára, og í hvert skipti sem maður fer sér maður í lúgunum við hliðina á sér fólk að reita hár sitt yfir kjaftæðinu sem þau þurfa að þola, meðan kellingarnar standa ógeðslega stífar á svipinn, fyrir löngu búnar að koma sér upp einhverjum nöldur-varnarmekanisma þannig að ekkert bítur á þær. Voru eflaust metnaðarfullar og liðlegar fyrstu tvær vikurnar í starfi þangað til kerfið, og þetta endalaus pappírsflóð saug úr þeim allan vilja til að lifa. Í hvert skipti sem ég þarf að standa í þessu þá dey ég örlítið inní mér, en ég þakka bara fyrir að þurfa ekki að vinna við þetta. Oj bara.

Pulp eru annars alveg að gera það fyrir mig þessa stundina..

4 Ummæli:

  • Þann 3:17 e.h. , Anonymous Viðar sagði...

    Kafka lýsti svipaðri reynslu - hann dó úr hungri

     
  • Þann 6:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Það eru einungis 2 vikur síðan ég þurfti að standa í þessu. Þegar ég var komin inn til sýslumannsins í þriðja skiptið í þeirri góðri trú að ég væri loksins komin með allt sem þurfti til þá tjáði afgreiðslukonan mér það að ég þyrfti að greiða 1350 kall fyrir að láta prenta leigusamninginn á þennan löggilda skjalapappír sem ég þurfti að útvega mér sjálf. Ég rétti henni Visa kortið hneyksluð yfir að þurfa greiða þetta helvíti en gat ekki beðið eftir að vera búin að þessu þá segir hún mér að þau taka ekki við Visa kortum! Ég tók æðiskast og gargaði á hana að það væru eins og þau væru viljandi að reyna að gera manni þetta ómögulegt, hvað þá fólki sem er ekki á bíl og þarf að ferðast fram og tilbaka í strætó svo strunsaði ég grenjandi út.
    - Nadia

     
  • Þann 7:34 e.h. , Blogger Egill sagði...

    úfff skil vel að þú hafir brjálast.. ég fæ þó allavegana bíl lánaðan til að skutlast. Eg rétt náði að að sneiða hjá þessu Visa kjaftæði. Ætlaði að borga með Visa en var bara fyrir einhvera tilviljun með 1500 kall í vasanum.
    Svo er ég nokkuð viss um að það var enginn þörf fyrir "löggildan skjalapappír" þegar ég skrifaði fyrst undir leigusamning fyrir 2 árum".. ætli þau séu ekki með einhvern í vinnu við að finna upp nýjar leiðir til að gera þetta erfitt fyrir mann!

     
  • Þann 5:34 e.h. , Anonymous Krummi sagði...

    þetta hefur aldrei verið vesen hjá mér. Hef alltaf beðið leigusala um samning í þríriti og einn á löggildann skjalapappír þannig að þeir hafa bara þurft að standa í þessu veseni.

    Jebb, ég er betri en þið.

     

Skrifa ummæli

<< Heim