Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, ágúst 25, 2006

Jæja ég er farinn norður. Kem á fimmtudaginn. Bless.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

í framhaldi af færslunni á undan.. Trailer Park Boys heldur áfram að hafa djúpstæð áhrif á líf mitt og annarra.. ég og Hjölli tókum föstudagskvöldið í að glápa á þá, og í framhaldi af því tókum við ákvörðun um það að þegar við erum búnir með BA, þá ætlum við að taka okkur til og búa í trailer parki í hálft ár. Samkvæmt Hjölla er genuine íslenskt trailer park einhversstaðar úti á landi, og þar ætlum við að búa í þónokkurn tíma, vera fullir alla daga, borða dósamat og gera aðra white trash hluti.
Krumpi Klunnaputti (Krummi) ætlar að vera með okkur í þessu, og allir aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.

föstudagur, ágúst 18, 2006

ég er alvarlega að íhuga að tileinkamér lífsstíl Randy í Trailer Park Boys og byrja að labba um ber að ofan... alltaf.
Mæta alltaf í tíma í vetur ber að ofan með töskuna á öxlinni, og læra alltaf í bókhlöðunni ber að ofan.. maður hlýtur að þróa með sér einhersskonar kuldaþol þannig, og þá þyrfti ég aldrei aftur að kaupa mér peysu! Mjög hagkvæmt, segi ég.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Mamma sendi mig útí búð áðan með innkaupalista.. það er sosem ekkert skrýtið f. utan það að listinn leit svona út

sambal olek
kóríander
sítrónugras
jurtaolía
3 skalottulauka
basmati hrísgrjón
túrmerik
(kúrkúma)
ósykruð kókosmjólk
kóreanderstönglar

sko.. annaðhvort er móðir mín búin að missa vitið eða þá að hún sendi mig útí búð bara til að halda mér úr húsinu í nokkra tíma. Ég hef aldrei heyrt um neitt á þessum lista fyrir utan kannski hrísgrjónin, en hún hefur líklega bara sett þau þarna til að gera listann trúverðugan... svo er ég nokkuð viss um að "kúrkúma" er bara eitthvað orð sem hún hefur fundið upp á á meðan hún var að skrifa hann.

Annars er þetta mjög sniðugt bragð sem ég mun án efa nota oft á börnin mín þegar ég vill losna við þau úr húsinu í einhvern tíma..
það hefur líka örugglega verið mjög fyndið að fylgjast með mér ráfandi um búðina með tóma körfu í hálftíma..

mánudagur, ágúst 14, 2006

Smjörbubbi, já takk!
man einhver eftir Baywatch Nights?
Það var nú meiri helvítis snilldin.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

já.. einhverjir hafa kannski séð auglýstan á skjá einum nýjan þátt sem er að byrja á föstudaginn sem heitir Trailer Park Boys... ég mæli með því að allir sem lesi þetta horfi á þessa þætti... þeir eru án gríns í sama gæðaflokki og the Simpsons, Futurama, Arrested Development, Family Guy etc. etc.. félagi minn í vinnunni skrifaði þá á disk fyrir mig fyrr í sumar og ég er alveg fallinn fyrir þeim.. aalgjör snilld

þetta eru kanadískir low-budget þættir, settir upp sem sona documentary (eða "mockumentary"), og fjalla beisikklí bara um trailer park í Nova Scotia, tvo krimma sem búa þar og fólkið í kring um þá.. þetta eru með frumlegri þáttum sem ég hef séð og það er mjög erfitt að lýsa þeim þannig að ég sleppi bara að reyna það og skipa ykkur bara að fylgjast með >:-|

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

jæja þá er ég loksins byrjaður að fylgjast með þessu Rock Star dæmi.. hef soldið hikað við það þar sem mér hefur alltaf þótt Magni vera glataður söngvari í ömurlegri hljómsveit.. en hann er bara búinn að koma mér mjög svo á óvart og ég er eiginlega kominn úr því að vonast til að hann detti út, yfir í það að halda bara pínu með honum
(fyrir svo utan það að ef honum tækist að vinna þá myndi Á Móti Sól líklega hætta. Dýrð sé drottni.) Plush var mjög flott hjá honum og síðustu tvö lög voru líka fín.

Í næstu viku gæti samt orðið vesen, því allir keppendur eiga að semja laglínu og texta við eitthvað lag, og þar sem Magni er líklega næstversti lagahöfundur landsins (í toppsætinu trónir Einar Bárðason fyrir það eitt að hafa samið Birtu, sem fer langleiðina með það að vera versta lag sem nokkurntíman hefur verið samið. Í heiminum.), gæti þetta reynst honum erfitt.. en við sjáum til

annars fékk ég enn eina aukavikuna í vinnunni og þetta er sú síðasta.. ég er búinn á miðvikudaginn.. töff