Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, desember 31, 2007

Jæja börnin góð þá er komið að hinni árlegu árlegu-færslu. hohoho!

Fyrst skulum við sjá hvernig tókst að uppfylla nýárstakmörk síðasta árs:

1. Vera töff. -- Tókst auðveldlega. Alltof auðveldlega.
2. Hætta að vera blankur. -- Tókst sæmilega
3. ****** *****, ****** *****. (Ritskoðað sökum ólögleika) -- Tókst upp að vissu marki.
4. Þjálfa kettina mína til að pissa í klósett. -- Tókst ekki. Það datt samt einn kettlingurinn tvisvar oní klósett. Í dag er hann örkumlaður.
5. **** ** ** **************. (Ritskoðað sökum dónaleika) -- Tókst ekki
6. Hætta að ritskoða sjálfan mig. -- Tókst
7. Hætta að reyna að vera fyndinn með mótsagnarkenndum bloggfærslum. -- Tókst ekki (ha?)

Héðan í frá ætla ég líka að byrja að gefa árunum einkunn. Fyrst skulum við hafa síðustu 4 ár sem viðmið:

2003: Fallegt ár, mjög fallegt. Síðasta árið mitt í MR. Hér nær táningurinn Egill svo hámarki í angist sinni. Óskarsverðlaunaframmistaða. Ég gef því 7,9.

2004: Að mestu leyti frekar döll f. utan nokkra hápunkta. Það fær 7,1.

2005: Hér nær Egill hápunkti í ungs-fullorðins-angist. Önnur óskarsverðlaunaframmistaða.
Myndi þó hér áður fyrr fá 3,4 í einkunn en fær í dag svona 8,1. Að auki fær það 0,5 fyrir viðmót þannig að það hækkar upp í 8,6.

2006: Svipað og 2004. Nokkrir öflugir hápunktar, en samt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Of langdregið og útþynnt, og lýsing og hljóð var heldur ekkert sérstaklega gott. 6,7.

og svo liðna árið:
2007: Alveg frekar töff ár. Fullt af áhugaverðri persónusköpun og spennandi fléttum.
Innbrot, flutningar, meiri flutningar, drama, nýjir vinir og margt fleira.
Handrit, förðun og öll vinnsla í kring um árið til fyrirmyndar.
Það fær 8,9.

Ég er spenntur fyrir nýja árinu en það virðist vera munstur að eftir hvert viðburðarríkt ár kemur eitt döll ár. Ég held þó að það muni breytast nú.

fimmtudagur, desember 27, 2007

"A man should be upright, not kept upright." -Markús Árelíus

laugardagur, desember 22, 2007

*Þessi færsla er að mestu leyti ætluð MR-vinum mínum. Öðrum mun líklega finnst hún leiðinleg. En sama er mér*

Það er staðreynd sem ekki má horfa framhjá er að ég er töff. Af þessu leiðir að sjálfsögðu að ég á marga vini og á oft í vandræðum með að skipuleggja tímann minn, svo mikil er eftirspurnin eftir mér. Minn kærasti vinahópur er þó hinn svokallaði "MR-vinahópur", sem samanstendur af ákveðnum kjarna fólks sem ég var með í bekk í MR á sínum tíma. Sökum frábærleika hans þá hefur hann haldið sér vel í gegn um árin og einkennist þessa dagana af því að við hittumst að meðaltali svona mánaðarlega, höngum og gerum töff hluti, og þannig mun það líklega vera um ókomna tíð.
Ég var bara nýlega að átta mig á að ef Jens er undanskilin (en sá bastarður er eðlilega orðinn hluti af elítunni sökum 5 ára sambands við Ernu) þá samanstendur þessi hópur af 3 strákum og 3 stelpum, sem ýtir mjög augljóslega undir Friends samlíkingar, og ég held það sé kominn tími á að afgreiða það mál í eitt skipti fyrir öll.

Í fyrsta lagi, þá er nokkuð ljóst að Erna er Monica, þar sem þær eru báðar dökkhærðar og eru alltaf að skipuleggja e-ð fna. Elín er Phoebe þar sem (1) Þær eru báðar ljóshærðar, og í raun ekki (mjög) ólíkar í útliti og (2) þær eru almennt í ruglinu. Þorbjörg mætir þá afgangi og fær að vera Rachel sem meikar alveg sense þar sem þær eiga báðar barn og hafa báðar verið giftar Brad Pitt (sorry Þorbjörg þetta varð bara að koma fram =/ )
Hvað strákana varðar, þá er Dagur augljóslega Ross. Ég veit ekki alveg afhverju, en það er bara augljós staðreynd.
Ég og Gunni erum báðir ágætis Chandler-kandídatar en ég held samt að Gunni hafi það á endasprettinum.
Það þýðir að ég mæti afgangi sem Joey, sem meikar reyndar ekkert sense þar sem (1) ég er mun myndarlegri (2) mun gáfaðari. (Og betri leikari.)

Ef þetta ætti þó að falla fullkomlega saman í innbyrðis tengslum þá ætti Dagur að sjálfsögðu að eiga barnið með Þorbjörgu og þau tvö ættu að eiga í on/off sambandi sem endaði á mjög fyrirsjáanlegan hátt, Erna og Gunni væru gift, og Elín ætti í sambandi við gaurinn sem lék í Clueless og Anchorman. Leikarinn sá heitir þó Paul Rudd, sem er heppilegt þar sem kærastinn hennar Elínar heitir einmitt Palli. Ég veit reyndar ekki hvað eftirnafnið hans er þannig að ég ætla bara að gera ráð fyrir að hann heitir Páll Ruddi. Svo þetta sé allt eftir bókinni.

Mín örlög væru hinsvegar hlutverk í einhverjum ömurlegum spinoff þætti sem stefndi ótrauður í átt að tortímingu og dauða. Svo leik ég líka í Lost in Space sem er frekar slappt.

Mér finnst fúlt að Jens fái ekki að vera með í þessari jöfnu, en hans hlutskipti væru þó augljóslega að vera Richard, sem er held ég nægileg huggun.

Því það þýðir að þú ert Tom Selleck Jens. Þú ert fokking Tom Selleck.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Ég er að fara í próf eftir 5 klst og 45 mínútur, á allan nætursvefn eftir og er ekkert sérstaklega vel lesinn fyrir það.
Vill einhver segja mér afhverju ég er þá bara að spila X-Com UFO og raulandi Dagar Koma með Ljótu Hálfvitunum?

Samfélagið gerði mig svona. Samfélagið.


"Say to yourself in the early morning: I shall meet today inquisitive, ungrateful, violent, treacherous, envious, uncharitable men. All these things have come upon them through ignorance of real good and ill." -Marcus Aurelius

fimmtudagur, desember 06, 2007

Hún Gunnhildur litla systir á afmæli í dag (6. des) og er hvorki meira né minna en 13 ára. Hún er því officially orðin unglingur. Til hammó Gunnsa. Við Auður ræddum það í kvöld og hún hafði orð á því hvað Gunnhildur er mikil gella miðað við sig þegar hún var á hennar aldri. Þá var Auður bara lúði.

Ég byrjaði þá að hugleiða hinn rótfasta lúða-töffara greinamun sem á sér stað í samfélögum ungmenna. Þessi greinamunur nær að sjálfsögðu hámarki í gagnfræðiskóla þar sem hlutföllin eru yfirleitt svona 80%-20%, lúðunum í vil, en deyr svo að miklu leyti í menntaskóla. Þá breytist mælikvarðinn að einhverju leyti í leiðinlegt fólk - skemmtilegt fólk og/eða rólyndisfólk - sprelligosar. Það er þó ekki hægt að segja með vissu þar sem stéttaskiptingin verður margslungnari, enda er það leiðindatilhneiging hjá fólki að flækja alltaf hlutina eftir því sem það eldist.

Þegar ég var í Hagaskóla var ég í þeirri erfiðu stöðu að vera lúði í hinni sjálfskipuðu töffaraklíku. Það var að miklu leyti því töffaravinir mínir höfðu gríðarlega háan lúðaþolsþröskuld og tóku mér opnum örmum þrátt fyrir umtalsvert og mjög svo augljóst lúðaeðli mitt. Í hópnum voru þó ekki allir töffararnir jafnumburðarlyndir, og það voru augljóslega nokkrir sem gáfu í skyn "Bíddu.. hvað er þessi gaur að gera hér? Hann er augljóslega lúði. Hvernig eigum við að geta viðhaldið gildum okkar þegar lúðar eins og þessi fá að vera með?" Ég reyndi oft að koma mér í töffaragervi, en það dugði aldrei. Alltaf skein minn innri lúði of skært.

Þegar kemur að systkinum mínum þá var Auður eins og áður sagði lúði, og Gunnhildur töffari/gella. Bjarki er töffari, en hann svindlar samt, því hann er myndarlegur fótboltastrákur og fær því töffarastöðuna á silfurfati. En það þýðir líka að hann er meira í ætt við hinn hefðbundna ameríska "jock", sem er vafasamur heiður. Hans innri maður tel ég þó að sé meira í sömu lúðakategoríu og ég er í, og ef hann væri aðeins aulalegri í útliti og lélegur í íþróttum, þá væri hann hreinræktaður lúði.

Þetta er áhugavert rannsóknarefni. Í næstu færslu mun ég velta fyrir mér stéttaskiptingu menntaskólanna.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Mig langar að eiga tígrisdýr. Eða górillu.

þriðjudagur, desember 04, 2007



alvöru tónlist

laugardagur, desember 01, 2007

Stundum langar mig að blogga, en hef bara ekkert að segja. Stundum hef ég eitthvað að segja, nenni ekki að skrifa það, en langar samt að blogga. Héðan í frá þegar slíkt kemur upp á ætla ég bara að pósta einhverjar stóískar tilvitnanir, til að fullnægja andlegum þörfum ykkar.

"Freedom is secured not by the fulfilling of one's desires, but by the removal of desire." -Epictetus

Íhugið þetta börnin góð. Íhugið þetta.