*Þessi færsla er að mestu leyti ætluð MR-vinum mínum. Öðrum mun líklega finnst hún leiðinleg. En sama er mér*
Það er staðreynd sem ekki má horfa framhjá er að ég er töff. Af þessu leiðir að sjálfsögðu að ég á marga vini og á oft í vandræðum með að skipuleggja tímann minn, svo mikil er eftirspurnin eftir mér. Minn kærasti vinahópur er þó hinn svokallaði "MR-vinahópur", sem samanstendur af ákveðnum kjarna fólks sem ég var með í bekk í MR á sínum tíma. Sökum frábærleika hans þá hefur hann haldið sér vel í gegn um árin og einkennist þessa dagana af því að við hittumst að meðaltali svona mánaðarlega, höngum og gerum töff hluti, og þannig mun það líklega vera um ókomna tíð.
Ég var bara nýlega að átta mig á að ef Jens er undanskilin (en sá bastarður er eðlilega orðinn hluti af elítunni sökum 5 ára sambands við Ernu) þá samanstendur þessi hópur af 3 strákum og 3 stelpum, sem ýtir mjög augljóslega undir Friends samlíkingar, og ég held það sé kominn tími á að afgreiða það mál í eitt skipti fyrir öll.
Í fyrsta lagi, þá er nokkuð ljóst að Erna er Monica, þar sem þær eru báðar dökkhærðar og eru alltaf að skipuleggja e-ð fna. Elín er Phoebe þar sem (1) Þær eru báðar ljóshærðar, og í raun ekki (mjög) ólíkar í útliti og (2) þær eru almennt í ruglinu. Þorbjörg mætir þá afgangi og fær að vera Rachel sem meikar alveg sense þar sem þær eiga báðar barn og hafa báðar verið giftar Brad Pitt (sorry Þorbjörg þetta varð bara að koma fram =/ )
Hvað strákana varðar, þá er Dagur augljóslega Ross. Ég veit ekki alveg afhverju, en það er bara augljós staðreynd.
Ég og Gunni erum báðir ágætis Chandler-kandídatar en ég held samt að Gunni hafi það á endasprettinum.
Það þýðir að ég mæti afgangi sem Joey, sem meikar reyndar ekkert sense þar sem (1) ég er mun myndarlegri (2) mun gáfaðari. (Og betri leikari.)
Ef þetta ætti þó að falla fullkomlega saman í innbyrðis tengslum þá ætti Dagur að sjálfsögðu að eiga barnið með Þorbjörgu og þau tvö ættu að eiga í on/off sambandi sem endaði á mjög fyrirsjáanlegan hátt, Erna og Gunni væru gift, og Elín ætti í sambandi við gaurinn sem lék í Clueless og Anchorman. Leikarinn sá heitir þó Paul Rudd, sem er heppilegt þar sem kærastinn hennar Elínar heitir einmitt Palli. Ég veit reyndar ekki hvað eftirnafnið hans er þannig að ég ætla bara að gera ráð fyrir að hann heitir Páll Ruddi. Svo þetta sé allt eftir bókinni.
Mín örlög væru hinsvegar hlutverk í einhverjum ömurlegum spinoff þætti sem stefndi ótrauður í átt að tortímingu og dauða. Svo leik ég líka í Lost in Space sem er frekar slappt.
Mér finnst fúlt að Jens fái ekki að vera með í þessari jöfnu, en hans hlutskipti væru þó augljóslega að vera Richard, sem er held ég nægileg huggun.
Því það þýðir að þú ert Tom Selleck Jens. Þú ert fokking Tom Selleck.
Það er staðreynd sem ekki má horfa framhjá er að ég er töff. Af þessu leiðir að sjálfsögðu að ég á marga vini og á oft í vandræðum með að skipuleggja tímann minn, svo mikil er eftirspurnin eftir mér. Minn kærasti vinahópur er þó hinn svokallaði "MR-vinahópur", sem samanstendur af ákveðnum kjarna fólks sem ég var með í bekk í MR á sínum tíma. Sökum frábærleika hans þá hefur hann haldið sér vel í gegn um árin og einkennist þessa dagana af því að við hittumst að meðaltali svona mánaðarlega, höngum og gerum töff hluti, og þannig mun það líklega vera um ókomna tíð.
Ég var bara nýlega að átta mig á að ef Jens er undanskilin (en sá bastarður er eðlilega orðinn hluti af elítunni sökum 5 ára sambands við Ernu) þá samanstendur þessi hópur af 3 strákum og 3 stelpum, sem ýtir mjög augljóslega undir Friends samlíkingar, og ég held það sé kominn tími á að afgreiða það mál í eitt skipti fyrir öll.
Í fyrsta lagi, þá er nokkuð ljóst að Erna er Monica, þar sem þær eru báðar dökkhærðar og eru alltaf að skipuleggja e-ð fna. Elín er Phoebe þar sem (1) Þær eru báðar ljóshærðar, og í raun ekki (mjög) ólíkar í útliti og (2) þær eru almennt í ruglinu. Þorbjörg mætir þá afgangi og fær að vera Rachel sem meikar alveg sense þar sem þær eiga báðar barn og hafa báðar verið giftar Brad Pitt (sorry Þorbjörg þetta varð bara að koma fram =/ )
Hvað strákana varðar, þá er Dagur augljóslega Ross. Ég veit ekki alveg afhverju, en það er bara augljós staðreynd.
Ég og Gunni erum báðir ágætis Chandler-kandídatar en ég held samt að Gunni hafi það á endasprettinum.
Það þýðir að ég mæti afgangi sem Joey, sem meikar reyndar ekkert sense þar sem (1) ég er mun myndarlegri (2) mun gáfaðari. (Og betri leikari.)
Ef þetta ætti þó að falla fullkomlega saman í innbyrðis tengslum þá ætti Dagur að sjálfsögðu að eiga barnið með Þorbjörgu og þau tvö ættu að eiga í on/off sambandi sem endaði á mjög fyrirsjáanlegan hátt, Erna og Gunni væru gift, og Elín ætti í sambandi við gaurinn sem lék í Clueless og Anchorman. Leikarinn sá heitir þó Paul Rudd, sem er heppilegt þar sem kærastinn hennar Elínar heitir einmitt Palli. Ég veit reyndar ekki hvað eftirnafnið hans er þannig að ég ætla bara að gera ráð fyrir að hann heitir Páll Ruddi. Svo þetta sé allt eftir bókinni.
Mín örlög væru hinsvegar hlutverk í einhverjum ömurlegum spinoff þætti sem stefndi ótrauður í átt að tortímingu og dauða. Svo leik ég líka í Lost in Space sem er frekar slappt.
Mér finnst fúlt að Jens fái ekki að vera með í þessari jöfnu, en hans hlutskipti væru þó augljóslega að vera Richard, sem er held ég nægileg huggun.
Því það þýðir að þú ert Tom Selleck Jens. Þú ert fokking Tom Selleck.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim