Áhugaverður staðreynd um tilvistina/tilveruna er sú að hún verður bara eins flókin og maður vill að hún sé. Það er ekkert hæfnispróf sem maður verður að gangast undir til að geta lifað og hrærst í honum. Maður ákvarðar dýpt veruleikans algjörlega sjálfur.
Maður getur, ef maður vill, rannsakað heiminn í kjölinn, spurt endalausra spurninga um lífið og tilveruna, og reynt að varpa algjörlega nýju ljósi á veruleikann. En maður getur líka bara sleppt því og lifað fullkomlega einföldu lífi. Borða, sofa, skíta.
Ég gæti eytt næstu 20 árum í að læra heimspeki eða eðlisfræði, sökkt mér í hyldýpi tilverunnar og kafað eins langt og ég mögulega næ, en svo ákveðið einn daginn að flytja bara í eitthvað sjávarpláss, opna sjoppu og sleppt algjörlega að atast í heiminum.
Mér þykir þetta heillandi staðreynd.
Maður getur, ef maður vill, rannsakað heiminn í kjölinn, spurt endalausra spurninga um lífið og tilveruna, og reynt að varpa algjörlega nýju ljósi á veruleikann. En maður getur líka bara sleppt því og lifað fullkomlega einföldu lífi. Borða, sofa, skíta.
Ég gæti eytt næstu 20 árum í að læra heimspeki eða eðlisfræði, sökkt mér í hyldýpi tilverunnar og kafað eins langt og ég mögulega næ, en svo ákveðið einn daginn að flytja bara í eitthvað sjávarpláss, opna sjoppu og sleppt algjörlega að atast í heiminum.
Mér þykir þetta heillandi staðreynd.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim