Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, október 25, 2007

- Treat Williams virðist vera að leggja undir sig sjónvarpið eins og það leggur sig.

- Football Manager 2008 er kominn út og því miður sogast ég að honum án þess að hafa nokkuð um það segja. Að minnsta kosti 3 dagar farnir til spillis.

- Ég bjó til kjúklingasúpu aleinn í gær (eftir Hrafnsuppskrift). Hún var stórkostleg og fyllti mig af stolti. Ég át þó allt of mikið og lá veikur í hálftíma eftir það. Á þeim tíma dreymdi mig furðuleg munstur og gamla dauða breta.

- Ég er svona hugsanlega næstum því búinn að finna eitthvað sem mig langar að skrifa BA ritgerð um.

- Ég er að verða búinn með reykelsin mín.

- Það er eitthvað skáld frá New York að tala við mig á msn því honum finnst töff að ég sé frá Reykjavík. Ég nenni eiginlega ekki að tala við hann.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim