Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Ég finn enga sérstaka löngun hjá mér til að blogga þessa dagana.. kannski því það er sumar, kannski ekki. Ekkert framundan hjá mér þssa dagana.. bara að græða péning og hanga heima. Næsta mánuðinn mun ég búa að mestu leyti einn hérna á Ljósvallagötunni, þar sem Lora er flutt í pínulítið herbergi í póstnúmerinu við hliðina, og Krummi er farinn til Reyðarfjarðar til að elda oní dreifbýlispakk á meðan hann finnur sjálfan sig. Svo ætlar hann til Asíu í sumar til að halda áfram að finna sjálfan sig. Pabbi og mamma eru svo farin norður í viku og ég á að hugsa um kisur á meðan þannig að ég mun búa einn í 2 íbúðum næstu vikuna.
Heimsóknir væru því vel þegnar.
Samt ekki.

Um helgina fór ég á Innipúkann sem var haldin á einhverjum nýjum stað. Þar gerðist það m.a. að Motion Boys tókst næstum að sprengja í mér hljóðhimnuna, og svo var ég ditsaður af einhverri gellu fyrir Bogomil Font. Hún kom þó fljótlega hlaupandi strax aftur í faðm minn, enda er ég augljóslega mun meira karlmenni en Bogomil mun nokkurntíman verða.
Svo hitti ég fáránlega hressan Kanadabúa sem ég talaði við um Trailer Park Boys, Slurpee-a og fleira kanadískt. Svo varð ég illa hás af því að kvóta þetta og þetta atriði allt kvöld.

bless aular.

lag dagsins: Simian Mobile Disco - Sleep Deprivation

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim