Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Slayer, Ham og Seabear ráða ríkjum í dag. Ham rokka aðeins of feitt.

Ég týndi veskinu mínu í dag. Það er alveg í fyrsta skipti í 4 ár sem það gerist, sem er ótrúlegur árangur fyrir mig. En samt, það er pirrandi. Ég er búinn að reikna út að það eru 50-50 líkur á að ég finni það aftur. 30% af fólki á íslandi eru hálfvitar sem myndu bara halda veskinu eða ekki nenna að skila því, 10% eru of vitlausir til að vita hvað þeir eiga að gera, og svo eru svona 10% líkur á að það hafi dottið á einhverjum fáránlegum stað þar sem enginn finnur það. Vonum það besta.

Á morgun flyt ég inn til pabba og mömmu í tvær vikur þar sem þau eru að fara til Spánar í tvær vikur og einhver þarf að sjá um kettlingana. Allir velkomnir í heimsókn til að vera með læti \o9 <-- gaur með hanska

lag dagsins: Ham - Partíbær

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim