Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 22, 2007

Öppdeit:

Ég er byrjaður að vinna. Hjá raunvísindastofnun. Það er heví hresst. Einkunnir byrjaðar að rúlla inn, og þær eru töff.

Hamstramamma eignaðist 7 hamstrabörn, sem eru ekki lengur ógeðslegar pöddur (eins og hamstrabörn eru í fyrstu), heldur krúttípúttípútt. Ef einhver sem les þetta vill eignast hamstur þá stendur það til boða.

Kisan okkar á Hagamelnum er líka ólétt, er orðin algjör fitujussa og á von á kettlingum eftir 1-2 vikur. Ef einhver sem les þetta vill eignast kettling þá stendur það einnig til boða.


Auður kláraði stúdentinn um helgina og útskrifaðist frá Borgarholtsskóla. Í tilefni af því hélt hún feitt afmælis + útskriftarpartí. Ég ditsaði reyndar athöfnina sjálfa til að horfa á bikarúrslitaleikinn, en sé pínu eftir því núna, þar sem hún dúxaði með 9,64 í meðaleinkunn og fékk fullt af verðlaunum. Hún er þó voða lítið að básúna því, þannig að ég sé bara um það fyrir hana.
Þegar ég átti tuttugu ára ammó þá skrifaði Auður þessa huggulegu færslu í tilefni af því. Ég ætla því að gera það svipað núna.
Yngri árin eru eitthvað heldur mikið í móðu hjá mér, en við vorum þó bestu félagar framan af, og hún var voða ljúf og góð litla systir. Hún gat þó verið mikill skaphundur og ég man t.d. þegar við bjuggum úti í Kanada, og pabbi og mamma, tiltölulega ungir foreldrar sem höfðu mikinn metnað fyrir fjölskyldulífinu, tóku því upp á því að halda svokallaða Fjölskyldufundi, þar sem við áttum að fara saman yfir það sem betur mætti fara á heimilinu o.s.frv. Þau keyptu meira að segja stílabók þar sem þau ætluðu að skrifa niður það sem færi fram. Fyrsta mál á dagskrá fyrsta fundar var svo að fá Auði (sem var þá 5-6 ára) til að taka til í herberginu sínu. Eitthvað var hún ekki sátt við það, og ég man ennþá hvernig alheimurinn nötraði undan öskrunum í þessu andsetna 5 ára barni.
Fundinum var slitið eftir þetta og fleiri voru ekki haldnir.

Annars vorum við alltaf ágætisfélagar á þessum árum eins og heyrist t.d. á þessari upptöku (um miðbik).
En svo frá árunum 1995-2000 þá öðlaðist hún sjálfstæðan vilja, og ég gerðist gelgja. Eftir það fólust samskipti okkar aðallega í daglegum rifrildum og slagsmálum. Það magnaðist svo upp þegar leið á unglingsárin, og endaði næstum því með endalokum alheimsins. En við róuðumst þó með árunum, og síðasta minning mín af slíku er þegar ég skvetti kókglasi framan í hana við matarborðið einhverntíman fyrir 4-5 árum (djöfull var það fyndið). Síðan þá hafa hlutirnir nokkurnveginn legið uppávið. Hún hefur augljóslega fattað að ég hef alltaf rétt fyrir mér, og við erum því aftur best böds í dag.

Og núna er hún orðin stúdent og gamalmenni. Undanfarið ár er búið að vera mjög viðburðarríkt hjá henni þar sem hún er búin að vera í fornámi í Myndlistaskóla Reykjavíkur búinn að taka menntó í fjarnámi samhliða því. Hún er búinn að finna sig geðveikt vel í Myndlistaskólanum, eignast fullt af vinum og er held ég mjög sátt með lífið þessa dagana. Ég er ofur-stoltur af henni og hún allt gott skilið þar sem hún er almennt töff. Þar að auki er hún geðveikt skemmtileg og fyndin systir+vinkona, sem fer sínar eigin leiðir í lífinu. Mér finnst líka fyndið að hugsa til þess hvað við erum miklir hómís í dag miðað við hvað við eyddum miklum tíma í að hata og berja hvort annað í æsku. Það er samt oft þannig og það er líklega einhverja stærðfræðilega fylgni þar að finna á meðal systkina.

Þannig að ég segi bara til hamingju með drasl Auður mín.

lag dagsins: Egill, Auður og Týri - Bluhmenkohl

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim