Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, maí 08, 2007

Kvenhamstur heimilisins var að eignast afkvæmi. Þetta gerðist fyrir 2 dögum síðan að ég held. Síðan þá hefur ekkert spurst til hamstramömmu né afkvæmanna. Þau fela sig bara í einhverju horni í búrinu.

Ég er því nokkuð viss um að þessa stundina er hamstramamma að sprauta tómatsósu og season-all yfir þau og er að búa sig undir gúrmei-máltíð, eins og vinsælt er hjá barnseigandi hömstrum.

Sorrí Lora, þú verður bara að umbera svartsýni mína

lag dagsins: Bonnie "Prince" Billy - Theme for the Young at Heart

Edit: ég breyti lagi dagsins hér með í lagið Convoy með C.W. McCall. Þeir sem hafa horft á Futurama þekkja það. Ég er ekki frá því að þetta sé besta lag allra tíma.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim