Jæja, undanfarnar vikur er ég mikið búinn að stressa mig á því að vera ekki kominn með sæmilega vinnu í sumar, og er búinn að gera allt sem í mínu valdi stendur til að redda því. Ég hef samt komist að því að það er með öllu tilgangslaust að hafa einhver áhrif á gang mála, þar sem hlutirnir reddast yfirleitt hjá mér á einhvern undraverðan hátt
Síminn minn hringdi s.s. í dag:
Ég: Halló
Gaur: Já sæll vertu. Jæja ertu búinn að ákveða þig?
Ég: ....ha?
Gaur: Já í sambandi við vinnuna.
Ég: Hver er þetta?
Gaur: Nei heyrðu fyrirgefðu, er ég kannski að hringja í vitlaust númer?
Ég: Já ætli það ekki.
Gaur: Æi fyrirgefðu, mín mistök, ég er á Stúdentamiðlun og hef líklega valið vitlausa atvinnuauglýsingu *muldur muldur*.
Gaur: ....heyrðu, ert þú annars kominn með vinnu í sumar?
Ég: Nei reyndar ekki
Gaur: Heyrðu, ég ætla að hringja í þann sem ég ætlaði að hringja í, og ef hann er hættur við, þá hringi ég bara aftur í þig.
Ég: ...
Svo hringdi hann aftur, ég fór þangað og fékk vinnuna. Jibbí.
Annars er Hjölli byrjaður að blogga aftur í 439574985aða skipti. Hann fékk sér reyndar moggablogg, og ætti að skammast sín fyrir það, en það gleður mig engu að síður
lag dagsins: Aphex Twin - Rhubarb
Síminn minn hringdi s.s. í dag:
Ég: Halló
Gaur: Já sæll vertu. Jæja ertu búinn að ákveða þig?
Ég: ....ha?
Gaur: Já í sambandi við vinnuna.
Ég: Hver er þetta?
Gaur: Nei heyrðu fyrirgefðu, er ég kannski að hringja í vitlaust númer?
Ég: Já ætli það ekki.
Gaur: Æi fyrirgefðu, mín mistök, ég er á Stúdentamiðlun og hef líklega valið vitlausa atvinnuauglýsingu *muldur muldur*.
Gaur: ....heyrðu, ert þú annars kominn með vinnu í sumar?
Ég: Nei reyndar ekki
Gaur: Heyrðu, ég ætla að hringja í þann sem ég ætlaði að hringja í, og ef hann er hættur við, þá hringi ég bara aftur í þig.
Ég: ...
Svo hringdi hann aftur, ég fór þangað og fékk vinnuna. Jibbí.
Annars er Hjölli byrjaður að blogga aftur í 439574985aða skipti. Hann fékk sér reyndar moggablogg, og ætti að skammast sín fyrir það, en það gleður mig engu að síður
lag dagsins: Aphex Twin - Rhubarb
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim