Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, maí 02, 2007

Jæja ég er ennþá að ná mér eftir þennan ömurlega meistaradeildarleik í gær.. ég hef þó ákveðið að fremja ekki sjálfsmorð.

Ég var að tala við Hjölbert um daginn um lífið og tilveruna á meðan við sátum báðir sátum við að læra fyrir þessi próf, (hann þó talsvert sveittari sökum þess að sálfræðideildin er ómannleg og kæfir lífsneistann í fólki), hann var alveg að bugast, og hann benti réttilega á það að háskólanám, og þá sérstaklega í sumum deildum, þá þarf maður að vera nokkuð harður til að lifa það af.

Þá spyr maður sig, afhverju er þá hin almenna ímynd venjulegs háskólanema bara einhver saklaus nörd með gleraugu og hliðartösku sem gerir engum neitt? Það er tímaskekkja þykir mér. Háskólanám í dag er ekki fyrir einhverjar helvítis teprur.

Okkur Hjölla finnst að það sé kominn tími á ímyndarbreytingu. Burt með stamandi nörda og nördur sem hafa döll málefnalegar skoðanir á döll hlutum og sussa á hvort annað á Þjóðarbókhlöðunni, yfir í stórhættuleg dusilmenni/dusilkvendi sem húsmæður óttast.
Fólk sem tekur ekki skít frá neinum, lendir í slagsmálum og rispar bíla um helgar á milli þess sem það situr yfir sínum 1200 bls. þykku námsbókum, keðjureykjandi og bölvandi með flösku af Jack Daniels í hendinni.

"Hvað ætlar þú að gera eftir menntó Lallí minn?"
"ég er að spá í að fara bara í líffræði í HÍ."
"....."
"veistu ekki hvers lags fólk aðhefst þarna? Ég vill ekki þurfa að sækja son minn upp á gjörgæslu viku eftir viku eftir að hafa orðið fyrir barðinu á þessum lýð! Afhverju ferðu bara ekki í Vélskólann og lærir að verða sjómaður eins og annað sómafólk."

Fyrirmyndasamfélag!

Lag dagsins: Boards of Canada - Telephasic Workshop (aftur)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim