Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ég fattaði nýlega hvernig á að port forwarda, og er núna aftur byrjaður að sækja tónlist á Oink á fullu þar sem ég get viðhaldið sómasamlegu ratioi núna (nenni ekki að útskýra fyrir þeim sem nota ekki torrentdrasl). Ég er búinn að sækja alveg heilan helling á undanförnum vikum, þó mest eitthvað drasl sem ég nenni ekki að hlusta á.
Ég vil þó taka það fram að þessi download-orgía mín er ekki endilega útaf einhverjum tónlistarlosta sem ég þarf að svala heldur er ég að reyna að hækka hlutfallið mitt og uploadmagn svo ég fái invite (annað sem ég nenni ekki að útskýra fyrir þeim sem vita ekki hvað ég er að tala um).

Það er nebblega þannig að afstaða fólks til tónlistar eftir alla þessa internet og ipodvæðingu fer svolítið í taugarnar á mér. Þetta sést best á mörgum þessum Oink notendum, og ýmsum öðrum, sem eru kannski að sækja einhverjar 10 plötur á dag. Afhverju þarf fólk að sækja allt sem hægt er að ná því og vera alltaf að hlusta á nýjasta nýtt, bara því það er allt í einu auðvelt að gera það? Whyyy?
Það er viðbjóðslega mikið framboð á netinu, en ég fæ það á tilfinninguna að fólk gleymi stundum að staldra aðeins við, og hlusta á helvítis plöturnar nokkrum sinnum, og af athygli.
Fyrir tíma Napster og internetsins þá keypti maður kannski eina plötu á viku (fyrir alltof mikinn pening hérna á Íslandi), og þar sem fólk var virkilega að eyða pening í þetta þá gerir maður ráð fyrir því að það hafi eytt tíma í að hlusta, og af athygli. Það hafi því allavegana að einhverju leyti lært að meta plötuna og upplifað hana eins og tónlistarmennirnir sjálfir hafi viljað að gert væri, enda fer hellingsvinna í að gefa út disk. Fyrir mitt leyti þá finnst mér allavegana mun skemmtilegra að vera gjörsamlega obsessed á einhverri einni plötu í lengri tíma og þekkja hana út og inn, frekar en að vaða úr einu í annað eins og einhver tónlistarhóra/hórkarl/hórhlutur.
Curse you internet, curse you!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim