Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, mars 20, 2007



Litli vitleysingurinn hún Vaka týndist síðasta miðvikudag. Dagarnir eftir það fóru því í að leita að henni og hengja upp auglýsingar og svona dót. Í gær var svo hringt af dýraspítala, og okkur sagt að á föstudaginn hafði hún orðið fyrir bíl og dáið.
Hún var ekki nema 11 mánaða gömul og fjölskyldan er skiljanlega mjög sorgmædd, enda var þetta einstaklega skemmtileg kisa, og hafði líka gert það að verkum að kettir voru hættir að fara í taugarnar á mér. Hún var voðalega kelin og mannblendin, og var líka alltaf eitthvað að vesenast og forvitnast. Þetta kemur manni því þannig séð ekkert á óvart.
Hún skilur eftir sig fitubollusystur sína, sem er fullkomin andstæða systur sinnar, og á bjarta framtíð fyrir sér sem feitur heimilisköttur.

Annars er ég fluttur inn og nokkurnveginn búinn að koma mér fyrir, þannig að bloggdagskrá skal tekin upp aftur.. myndir koma svo í næstu færslu.

Annars mæli ég með þessum leik fyrir alla. Hann er einfaldur og ávanabindandi, og ég var mjög svo háður honum í kring um 2000-2002. Metið mitt í honum er rómað, og ég get lofað ykkur því að enginn sem les þetta mun nokkurntíman geta slegið það. Just try.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim