Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ég er þunnur og nenni eiginlega ekkert að blóka.
Ég vil þó að þið vitið að ég er að sigra heiminn hægt og rólega þessa dagana.
Morgundagurinn verður frábær, fullur af hamingju, gleði og nekt.

Götuljósin í borginni (allavegana hérna í vesturbænum) eru öll slökkt af einhverjum ástæðum. Ég notaði því tækifærið og fór í langan labbitúr áðan.
Borgin er miklu skemmtilegri þegar ljósin eru slökkt. Ljós er líka ofmetið fyrirbæri. Guð hefði alveg mátt eyða orkunni í að skapa eitthvað annað fyrsta daginn. Eins og t.d. túnfiskssalat. Eða franskan rennilás.

Að lokum birti ég hér mynd af Mr. Rogers. Hann var ljúf sál. Njótið vel.


Þessi færsla var sett inn á slaginu 21:03.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim