Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Ég var að breyta tempelateinu á blogginu áðan, og uppgötvaði að það er dálkur þar sem stendur á "Delete your blog" og svona blár takki sem stendur á "Delete this blog." Með öðrum orðum er self-destruct takki á blogginu mínu.
Mér finnst eiginlega bara þægilegt að vita af því, ef svo skyldi fara að allt færi á einhvern hátt til fjandans hérna. Ég vildi að það væri self-destruct takki á fleiri hlutum í lífinu. T.d. húsinu mínu, gítarnum mínum, systkinum mínum, sjálfum mér o.s.frv.

En já.. það er einhver aulahrollur búinn að sitja fastur í mér frá því um helgina. Ég skil ekki afhverju. Eða hvað?


Að lokum... af kómentum við síðustu færslu að dæma þá finnst fólki greinilega voða fyndið að lesa aulasögur af mér. Þannig að ég læt hér eina fylgja.

Ég og Kiddi vorum s.s. á djamminu og vorum með gegnumgangandi þema það kvöldið að nota vondar og ófyndnar pikköpplínur á heimskulegum/óviðeigandi augnablikum og flissa síðan að því.

Kiddi: "Hey Egill, farðu og spurðu barþjónin hvort hún komi hingað oft *fliss*"

Egill: "*fliss* Ókei maður *fliss*"

Egill: "Sæl ljúfan, kemuru hingað oft?"

Barstúlka: "Ha? Já ég vinn hérna. Ég er hérna svona tvisvar í viku en fylli stundum inn í ef það vantar fólk. T.d. ef það er einhver veikur eða þannig. Afhverju spyrðu?"

Egill: "...........já. ókei..... nei ég var bara forvitinn...."

*þögn*

Egill: "Heyrðu við sjáumst þá bara."

og svo gekk ég the walk of shame aftur að borðinu mínu.


....aulahrollur segiði?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim