Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

mánudagur, febrúar 05, 2007

Úff.. hádramatísk færsla hér á undan. Ég verð að velja þær vel, því ég hef alltaf haft þá reglu að það verði í mesta lagi ein þannig á hverju ári, þannig að þið sjáið ekki fleiri svona í bráð...

Allavegana er boðskapur færslunnar fyrir ykkur gott fólk, að maður á (að mínu mati) að reyna eins og maður getur að taka eitthvað jákvætt úr öllum súrleika sem maður lendir í um ævina (svo lengi sem það er ekki eitthvað alltof öfgakennt), í staðinn fyrir að vera að naga sig yfir því að eilífu og fussa og sveia það sem eftir er (Maður sér þannig oft gerast)... maður getur ekki breytt fortíðinni, en maður ræður því sjálfur hvernig maður sættir sig við hana. Ég hef mikið reynt að miða við það undanfarið, og ég held að það hafi mikið að segja um það hvort maður verði yfir höfuð hamingjusamur eða ekki, þ.e.a.s. hvernig maður lítur aftur á ævi sína.
Ef maður fer rangt að gæti maður bara endað sem gamall og bitur kall sem hefur ekki gaman að neinu. Jafnvel ekki Matlock! og hvað hefur maður þá? Ekki neitt.

lag dagsins: Clap Your Hands Say Yeah! - Some Loud Thunder

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim