Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Jæja enn og aftur kemst ég í svona stubbagrein í blaðinu.. (bls. 12 í fréttablaðinu í dag).. ég klippi það út og set hjá greininni sem kom þegar það var ráðist á mig (sjá færslu 24. apríl) um árið..
ég er búinn að vera alveg sérlega heppinn í gegn um tíðina þegar kemur að einhverju svona kjaftæði.. ég sé alveg fyrir mér næsta skiptið...
"Maður var á gangi um vesturbæ Reykjavíkur þegar hann varð fyrir því óláni að flygill féll á hausinn á honum. Á leiðinni upp í sjúkrabíl kom trúður og slengdi rjómatertu í andlitið á honum. Svo missti hann niður um sig buxurnar."
Þrátt fyrir þetta eru þessi tvö mál sambærileg að því leyti að ég slapp furðuvel í bæði skiptin, þökk sé einhverjum mini-kraftaverkum.. sekúndum áður en ég er barinn í klessu af einhverjum hóp kemur bæði securitasbíll og keyrir inn í þvöguna, og mamma kemur hlaupandi út. Og þegar hljóðfærunum mínum er öllum stolið, þá finnast þau nánast um leið í einhverju hreysi fyrir ofan. Maður getur ekki annað en verið ánægður með það.

Annars er ég ennþá soldið eftir mig eftir þetta. Er að vega og meta hvort ég eigi annaðhvort að vera svekktur yfir því að það sé ekki ennþá búið að finna græjur uppá 100.000 kall, og vera pirraður yfir því hversu léleg löggan er búin að vera að láta mann vita hvað sé í gangi o.s.frv. eða vera yfir mig þakklátur fyrir að allt mikilvægasta dótið hafi fundist nánast samstundis, og vera rosalega ánægður með löggurnar tvær sem komu hingað og hvað þær leystu málið á smekklegan hátt. Ég hallast að síðari kostinum.

lag dagsins: Menomena - Wet & Rusting

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim