Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, mars 08, 2007

Biðst afsökunar á vöntun á þriðjudagsfærslu. Blogger sökkar þannig að ég gat ekki sett hana inn.

Um helgina lenti ég í því skemmtilega atviki að það sullaðist mjólk yfir lyklaborðið á laptopnum mínum. Það hætti að virka og núna þarf ég alltaf að vera með eitthvað usb lyklaborð. Tölvan mín var því downgradeuð úr laptop niður í semi-laptop og ég get ekki farið með hana neitt án þess að drösla þessu lyklaborði með útum allt. Að auki er ónýta lyklaborðið andsetið og ýtir og heldur inn “x” og “q” sjálfkrafa af og til.x.
Þxessvegxnaxxxx xxlítxa xxflesxxtxxxaxr setnxinxgar sexxmxx xx´xxxexxgxxx xxxxskrxxxixfxxxa svoxna útxxx. Ég er eiginlega hættur að kippa mér upp við það að hlutir séu alltaf að fara úrskeiðis hjá mér. Maður gerir bara ráð fyrir því þessa dagana.
Á morgun fer ég t.d. í vísindaferð í Orkuveituna, og það mun eflaust enda með því að ég mun óvart slá allt rafmagn af borginni. Og svo mun enn einn flygillinn detta á hausinn á mér.

Annars var ég minntur á þetta ógeðslega fyndna myndband í dag. Kíkið á þetta ef steríótýpu rappmyndbönd pirra ykkur. Frábær hljómsveit að auki (þó þetta sé ekki eitt af betri lögunum þeirra)
Það sorglega er hversu ógeðslega relevant það er ennþá í dag (myndbandið kom út ’94 eða ’95).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim