Muniði eftir Gaahl úr norsku gleðisveitinni Gorgoroth? Hann er víst nýkominn úr djeilinu kallinn. Það segir wikipedia allavegana:
"In 2006, Gaahl spent another 14 months in prison for assaulting a man and threatening to drink his blood in 2002.".
En Gaahl dó nú heldur betur ekki ráðalaus og tókst, þrátt fyrir að vera lokaður inni að gefa út plötuna 'Ad Majorem Sathanas Gloriam' árið 2006 með Gorgoroth. Það er greinilega fátt sem Gaahl lætur stöðva sig.
Ég er virkilega að íhuga að hætta þessu háskólakjaftæði, flytja til Noregs og gerast Gorgoroth-grúppía. Ég komst yfir ímeilið þeirra, og ætla að reyna að koma af stað vinatengslum okkar á milli. Bjóðast til að redda honum blóði að drekka á morgnanna, kemba makkann á honum og svona. Hver vill koma með?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim