Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, mars 04, 2007

Ég var að fatta að ég ruglaði saman orðunum 'molest' og 'mutilate' í bréfinu... oh well.. vonandi verða þeir ekki sárir yfir að ég tengi þá við dýranauðgun.

Enn styttist í flutning.. Mamma og pabbi eru búin að fá hina íbúðina afhenta og eru mikið að væflast þar þess dagna. Á meðan sit ég bara hérna einn og stari út í loftið, og skoða þess á milli íbúðir. Ég er orðinn eldri en ég hef áhuga á að vera og bíð núna bara eftir að ég missi vitið og gangi í barndóm. Það væri bara fínt held ég.
Dagarnir áður en ég hætti að nenna að vakna á morgnanna.
Út í fallna spýtu, lemja stelpuna sem ég er skotinn í, inn klukkan 9. Læra málrækt og fara svo að lúlla. Gista hjá afa og ömmu um helgar og láta þau elda oní mig. Jeebbjebb.

Ég leyfi mér að vitna í gamla færslu til að lýsa hugarástandi mínu akkurat núna.

"æi þetta er ekkert gaman lengur... stundum langar mig bara til að klæða mig í fjólubláan rykfrakka, ræna nammibúð og hlaupa svo berfættur og öskrandi til akureyrar..."

Lag dagsins: Seabear - Cat Piano

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim