Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, mars 11, 2007

Bloggun er í lamasessi þangað til ég fæ tölvuna mína aftur.
Í dag drógum við Eifa á æfingu því hann ætlar að hjálpa okkur að taka upp á næstunni. Það verður gleði. Í dag er ég þunnur og ófríður. Á morgun og alla næstu viku verð ég vanþunnur og myndarlegur. Og með colgate-bros. *Sprengja*.
Svo held ég hugsanlega partí hérna heima næstu helgi eftir vísindaferð. Það verður að öllum líkindum síðasta helgin mín í þessu húsi. Tilvonandi eigendur eru víst með plön um að rífa húsið á næstu árum, sem gerir mig bitran. Það er þannig um að gera að fá heimspekinema til að brjóta allar rúður og pissa í öll horn. >:-|

lag dagsins: veitiggi...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim