Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

fimmtudagur, mars 29, 2007

Undanfarna daga eru pabbi og mamma búin að vera að vesenast við að flytja af Ásvallagötunni yfir á Hagamelinn. Þessi nýja íbúð er mjög fín, með miklu betri stofu, eldhúsi o.s.frv., þrátt fyrir að herbergin séu minni en í gamla húsinu. Þau misstu sig líka alveg í gleðinni og keyptu í gær einhvern amerískan ísskáp fyrir fullt af pening. Mér finnst líka alveg kominn tími á að þau hugsi meira um sjálf sig eftir að hafa snúist í kring um okkur börnin í öll þessi ár.
VIð vorum líka að þrífa úr bílskúrnum í dag. Það er gaman að finna fyndið dót sem hefur kannski legið á sama staðnum í 5 ár og maður var alveg búinn að gleyma. Bækur, diska, vondan táningakveðskap o.fl o.fl
Ég var líka mjög glaður þegar ég fann gítarólarnar sem ég hélt að innbrotsþjófaklúbburinn hefði hirt með sér, í poka við dyrnar ásamt skrúfjárninu sem þeir notuðu til að spenna upp hurðina. Töff!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim