Í gær lenti ég tvisvar í því að sjá gamalt fólk hrækja á götuna eins og óharðnaðir unglingar. Ég man að þegar ég stundaði slíkt þegar ég var ungur drengur þá lenti ég oftar en ekki í árás frá gömlu fólki sem barði mig með staf, kallaði mig bölvaðan sóða og þar fram eftir götum. En einn af þessum hrækjurum í gær var alveg um áttrætt. Hvernig á maður að túlka þetta?
Annars virðast allir vera að flytja eitthvað þessa dagana.. ég kominn hingað, Fúsi og Örn komnir á Hringbrautina, og Ásta og Eyjó flutt af túngötunni eitthvað út í rassgat.
Talandi um Ástu og Eyjó, þá eins og einhverjir kannski vita, eiga þau von á barni. Þetta er búið að vera leyndó í nokkrar vikur (frekar lélegt leyndó samt þar sem allir virtust vita af því), en núna er held ég óhætt að ræða um það opinberlega.
Ég samgleðst þeim innilega og hlakka til að spilla barninu þeirra með kandífloss, ofvöxnum böngsum og rapptónlist. Til hamingju lömbin mín!
ps. nennir einhver að horfa á meistaradeildina með mér annað kvöld?
Annars virðast allir vera að flytja eitthvað þessa dagana.. ég kominn hingað, Fúsi og Örn komnir á Hringbrautina, og Ásta og Eyjó flutt af túngötunni eitthvað út í rassgat.
Talandi um Ástu og Eyjó, þá eins og einhverjir kannski vita, eiga þau von á barni. Þetta er búið að vera leyndó í nokkrar vikur (frekar lélegt leyndó samt þar sem allir virtust vita af því), en núna er held ég óhætt að ræða um það opinberlega.
Ég samgleðst þeim innilega og hlakka til að spilla barninu þeirra með kandífloss, ofvöxnum böngsum og rapptónlist. Til hamingju lömbin mín!
ps. nennir einhver að horfa á meistaradeildina með mér annað kvöld?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim