Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

sunnudagur, maí 06, 2007

"Árangur áfram - ekkert stopp" er líklega versta slagorð í sögu alheimsins.

Eftir að ég heyrði það varð ég þunglyndur. Nú verð ég að lifa við þá staðreynd til æviloka að ég hef að móðurmáli tungumál sem felur í sér möguleika á svona óendanlega klunnalegri og aulalegri uppröðun á orðum.
Takk Framsókn.

Ég er að lesa fyrir frumspekipróf. Ég bjóst við stjarnfræðilegum leiðindum, en þessi seinni hluti námskeiðsins hefur þó komið mér á óvart og er ekkert það leiðinlegur. Samband hugar og heila er alveg ágætlega áhugavert. Þó rekst maður á fyndnar setningar inn á milli, eins og "Here, the is is the is of identity", og "Similarly, brain states, events, or processes would fail to be identical with mental states, events, or processes if brain states, events, or processes possessed properties not possessed by mental states, events or processes; or if mental states, events, and processes possessed properties not possessed by brain states, events, or processes."

Ha ha ha!

Lag dagsins: Björk - Wanderlust

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim