Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Úff núna ætla ég að að nota þetta blogg í þeim tilgangi sem það var upphaflega stofnað, áður en einhverjar leiðinlegar reglur um að sýna háttvísi og að vera málefnalegur á internetinu komu fram..

Djöfull hata ég Sýn og þessa forhertu frethana sem stjórna þar. Þessi Pétur er bara heimskt fífl, og þessi rök hans fyrir því að verðið á enska boltanum hafi ekki hækkað eru með þeim ömurlegri sem ég hef heyrt. Hvað er líka málið með þessa þáttarstjórnendur og að leyfa viðmælendum sínum að gefa sé bara forsendur eins og þeim sýnist? Mér er drullusama um "umbunakerfi" Sýnar og hinn mikla ávinning þeirra sem eru í það miklum vandræðum með að eyða peningunum sínum að þeir geti leyft sér að borga 5000 kall á mánuði fyrir að horfa á golf og motorcross. Það er ekki eins og þeir taki eftir því. Ég er bláfátækur námsmaður sem eyðir þeim litlu pening sem ég á eftir á mánuði í enska boltann. En að núna þarf ég að borga fokking 5000 kall í staðinn fyrir 2000 kall. Tippahausar.
Og svo réttlæta þeir þennan tólf mánaða skuldbindingarfasisma sinn (enska leiktíðin er bara í 9 mánuði á ári samtals) með að segja beisikklí "já, en við sýnum nú pre-season leiki og oldboys bolta hina mánuðina." GEÐVEIKT!

Ekki séns að ég ætli að borga þetta okurverð sem þessir heimsku aular setja upp, bara því þeir fengu mikilmennskubrjálæði þegar það var verið að bjóða út útsendingarréttinn. Frekar sætti ég mig við að horfa á leikina á netinu á japönskum sjónvarpsstöðvum í einhverju vafasömu streami.

lag dagsins: R.E.M. - Imitation of Life

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim