Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Ég er að lesa Husserl og fyrirbærafræði. Það er hausverkur. Fokking þjóðverjar.
Það er vond, vond tilfinning sem hríslast um mig akkurat núna.

Hvenær getur maður slegið því föstu að eitthvað sem maður taldi áður vera ómissandi og dýrmætt sé fullkomlega ónýtt? Hve miklum tíma á maður að eyða í að reyna að laga umræddan hlut áður en maður sættir sig (í einhverjum skilningi) bara við tapið, það að líf manns og veruleiki verði innihaldssnauðari og beinlínis verri fyrir vikið, og það sé ekkert hægt að gera til að breyta því? Ekkert jákvætt sem maður getur huggað sig við? Maður getur teiknað myndir af hlutnum og hengt hann upp á vegg og horft á svo á hann og grenjað sig í svefn á hverju kvöldi.
Maður getur líka reynt að breyta sjónarhorni sínu fullkomlega.
Í dag ætla ég að hætta að vera háskólanemi með óheppilega genasamsetningu, og ætla frekar að vera sófaborð. Eða í staðinn fyrir að vera hlutur með rúmtak ætla ég bara að vera hugtak. Í staðinn fyrir að vera hugtak ætla ég að vera rökvilla. Sem slík mun ég knésetja bæði náttúruvísindi, sem og allar okkar hugmyndir um lífið og tilveruna eins og þær leggja sig. Áherslur munu breytast og hluturinn/hugtakið/verundin/upplifunin sem ég sakna svo mikið verður gagnslaust og ómerkilegt prump sem allir hlæja að og engum finnst merkilegt.

Sem betur fer eru flestir hlutir fjöldaframleiddir þessa dagana þannig að þetta er vandamál sem ekkert allt of margir þurfa að díla við.

lag dagsins: The Ink Spots - I'll Never Smile Again

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim