Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

föstudagur, nóvember 30, 2007

Ég held ég myndi ekki höndla að búa í Bandaríkjum. Mun meira áreiti, allt mun stærra, aftengdara og kuldalegra. Ég er í rauninni mjög ánægður með að búa á Íslandi út af þessu. Það sem mér finnst heillandi að það er í rauninni ekki mikið mál að útiloka sig bara frá markaðsvæðingu og neyslubilun (eða allavegana fylgjast með henni úr fjarlægð).

Við gleymum því stundum að við búum í pínulitlu samfélagi. 300.000 manns og þar af ekki nema u.þ.b. helmingur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er ekki neitt, og afleiðingin er líklega sú að það er allt mun persónulegra eða milliliðalausara en útí hinum stóra heimi.

Það sem ég er ánægðastur með er að það eru einfaldlega ekki skilyrði fyrir einhver "faceless corporations" sem fólk upplifir sig algjörlega máttlaust gagnvart og verður bara að sætta sig við. Þannig "aftenging" getur held ég ekki átt sér stað hérna nema upp að ákveðnu marki.
Þessvegna finnst mér undarlegt hvað fyrirtæki eru e-ð að færa sig upp á skaftið þessa dagana á ákveðnum sviðum, og hvað fólk tekur því sem sjálfsögðum hlut. Ruslpósti hefur fjölgað alveg rosalega undanfarin 3-4 ár án þess að maður átti sig almennilega á því.
Fólk stimplar þetta svo bara ósjálfrátt sem "ruslpóst" sem sé bara "eðlileg þróun í okkar markaðsvædda samfélagi", en það er samt bara bull.
Hérna má ennþá bara rekja þetta á einfaldan hátt, og mjög milliliðalaust, til einhvers Jóns Ragnars Sigtryggssonar út í bæ sem er markaðsstjóri hjá einhverju fyrirtæki og finnst sniðugt að senda leiðinlegan póst heim til fólks með upplýsingar um leiðinlega starfsemi.
Þar af eru nokkur fyrirtæki mjög áberandi í þessu, Elko, Rúmfatalagerinn, Húsasmiðjan og Byko t.d.

Á næstunni ætla ég að fá svona 20-30 manns í lið með mér til að hringja bara í þessi fyrirtæki, og fyrir þá sem nenna, fara og skila póstinum persónulega til markaðsstjóra. Vera helst nógu óþolandi og tímatefjandi og mögulegt er.
Þetta er ekkert "ósýnilegt afl". Við búum á Íslandi. Þetta eru bara uppáþrengjandi gaurar að senda manni leiðinlegan póst.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim