Kærleiksland

Trúarlega bloggið. Færslur þrisvar í viku, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 21:03

þriðjudagur, júní 29, 2004

jæja... ég er staddur á hróaskeldu... tad var fínt í gær en dagurinn í dag byrjadi med tvílíku óendanlegu skítavedri ad vid krummi ákvádum bara ad fara í bæinn í dag.. svo fundum vid tetta netcafe.. er ad spa í ad tjilla bara hér adeins.. hátídin byrjar svo á fimmtudaginn en á morgun koma fleiri sem ég tekki t.á.m. örn og pétur, thórunn sem var med mér í MR og svo dönsk stelpa sem ég hef aldrei hitt.. annars bid ég bara ad heilsa og vinsamlegast kommentid á tessa færslu svo ég hafi e-d ad lesa næst tegar ég kem hingad

föstudagur, júní 25, 2004

"'Jamming'? No, terrible. That kind of mutual musical masturbation, we don't really go in for, really."
- Jonny Greenwood



snilld..

miðvikudagur, júní 23, 2004

síðasta færslan mín var sú þúsundasta í röðinni.. ekki slæmt..
annars gekk EM riðlaspáin mín þokkalega upp.. A riðill fór reyndar allt öðruvísi en ég hafði haldið, en hinir voru í grófum dráttum réttir og c riðill var spot on.. spáin mín að ítalía og þýskaland myndu detta út gekk líka eftir! \o/

mánudagur, júní 21, 2004

ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að englendingar eigi eftir að vera í miklum vandræðum með króata og munu jafnvel tapa fyrir þeim.. spái að króatar vinni með einu marki

sunnudagur, júní 20, 2004

já.. ég flýg út til dk eftir eina viku.. my partner in crime þar verður Krummi en við hittum Örn og Pétur þar og svo örugglega einhverja fleiri.. mér finnst samt fyndið hvað við Krummi vitum ekki rassgat hvernig við ætlum að gera þetta... við erum álíka kærulausir og heimskir þannig að við erum bara búnir að kaupa flugmiða og miða á hátíðina og svo höfum við EKKERT meira pælt í því.. það lengsta sem við höfum komist í áætlunargerð er þetta:

Krummi: Við þurfum að redda okkur tjaldi fyrir ferðina.
Egill: Já maður
Krummi: ...
Egill: ...
Krummi: kíkja í bíó í kvöld?
Egill: til er ég

annars er mamma e-ð á nálunum yfir þessari ferð allt í einu þannig að ég er að pæla í að láta hana bara plana allt saman fyrir okkur..

föstudagur, júní 18, 2004



án gríns... sér fólk þennan mann fyrir sér sem forseta Íslands? gerir hann það yfir höfuð sjálfur? hann lítur út eins og einhver twisted dávaldur á þessari mynd.. ég spái því að ef hann myndi vinna þessar kosningar væri það fyrsta sem hann myndi gera að standa á svölunum á Bessastöðum öskrandi "ALL GLORY TO ÁSTÞÓR"... það fæðist bara enginn með svona augnarráð án þess að stefna að einhversskonar heimsyfirráðum

fimmtudagur, júní 17, 2004

já.. gleðilega þjóðhátíð blablabla.. ég var 5 mínútur í bænum en svo fór ég á vitabarinn með krumma, kidda, ásu og eyjó þar sem ég fékk mér stærsta hamborgarann á staðnum.. svo fór ég heim og át steik... þetta er orðið frekar alvarlegt hvað ég ét óendanlega mikið.. ef ég er sæmilega svangur fer ég t.d. létt með að skófla í mig svona 6 hamborgurum.. vinum mínum finnst þetta mörgum hneykslanlegt... eins og þegar ég fór með krumma á hereford, fékk mér forrétt, 300 gramma steik með bakaðri kartöflu og drasli og svo eftirrétt.. krummi var svo hneyklaður þegar ég vildi fara á nonna eftir þetta... en ég er ekki einusinni 70 kíló og því er ekki litið á þetta sem vandamál.. heimska samfélag

þriðjudagur, júní 15, 2004

já... fyrir nokkrum vikum valdi ég In The Aeroplane Over The Sea með Neutral Milk Hotel sem plötu vikunnar.. ég fílaði hana alveg þokkalega þá. en þessi plata venst eins og ég veit ekki hvað.. Þessi plata er bara asnalega góð og núna er þetta líklega ein af 10 bestum plötum sem ég hef heyrt.. ef ekki ein af 5 bestu.. það er ótrúlegt hvað Jeff Mangum (aðalgaurinn) getur gert með 3 vinnukonugrip og ekkert það merkilega söngrödd.. svo eru textarnir hjá honum ótrúlega flottir. ég er búinn að spila þessa plötu hérna heima á fullu og núna fíla allir hérna heima þessa hljómsveit, enda ekki skrýtið.. verst að Jeff Mangum ákvað eftir að hafa gert þessa plötu að fara bara að skrifa barnabækur og gera heimildamyndir um snigla eða e-ð álíka bjánalegt. Annars nenni ég ekki að skrifa meira um hana.. ég mæli bara með að allir tékki á þeim. farið hingað til að heyra tóndæmi o.sv.frv.
jæja... tveir leikir í dag... tékkar taka lettland 2-1 og hollendingar valta yfir helvítis krautana 3-0.. endanleg staða í riðlinum verður svo

Holland
Tékkland
Lettland
Þýskaland

og endanleg staða í hinum 3 verður:

Spánn
Portúgal
Grikkland
Rússland

Frakkland
England
Sviss
Króatía

Svíþjóð
Danmörk
Ítalía
Búlgaría

búja!

mánudagur, júní 14, 2004

ég elska hvað réttarkerfið í Andabæ er furðulegt.. ef bjarnabófarnir eru t.d. teknir með eitthvað drasl þá er bara farið með þá beint í fangelsi án þess að réttað sé yfir þeim.. fangelsin eru svo eins og í Bandaríkjunum árið 1950 með old school rimlum og öllu.. svo eru krimmarnir aldrei lengur inni en í svona viku.. finnst líka skrýtið að það skuli aldrei vera framið morð í bænum.. morðingjarnir fengju skv. þessu karfi svona mánuð í fangelsi..
hatur mitt á þessari nýju mcdonaldsauglýsingu er orðið það mikið að ég hef ákveðið að borða aldrei aftur á mcdonalds... áfram Svíþjóð!
hvernig er hægt að halda með Ítalíu eða Þjóðverjum? Ítalir eiga metið í 0-0 leikjum og Þjóðverjar eru bara plain boring.. ég vill svör!
ég hef ekki neitt að segja og mun ekki hafa neitt að segja næstu vikurnar

lag dagsins: Walkmen - The Rat

laugardagur, júní 12, 2004

ég týndi fokking lyklunum mínum í kvöld.. þeir eru annaðhvort hjá óla eða í bílnum hans jóa.. drasl..

föstudagur, júní 11, 2004

Þessi gaur er bara of fyndinn.. sérstaklega það sem hann skrifar um efstu 2 sætin
öhh.. þetta viðtal hjá TVG-Zimsen fór til fjandans því ég er að fara á hróaskeldu.. það vill svo til að sá tími er einmitt álagstími hjá þeim.. helvítis danir og þeirra hróaskelda ruining our society..
jæja... annað starfsviðtal.. þetta skipti einhevrn útkeyrsluvinna hjá TVG Simsen.. er að fara að tala við einhvern Sigurstein sem spilaði með KR þar til í fyrra (er núna hjá Víking).. kannski ég gerist algjör fáviti og mæti í KR búningi og lýg því að ég sé KRingur.. laug því allavegana áðan að ég þekki reykjavík eins og hendina á mér og hélt frá honum mikilvægum upplýsingum eins og t.d. því að TVG Simsen muni án efa fara á hausinn ef þeir ráða mig.. en jæja peningur er peningur

fimmtudagur, júní 10, 2004

jeeei ég er kominn með nýtt símakort.. nú getur fólk hringt í mig aftur.. síminn er 8658798! reyndar hringdi aldrei neinn í mig fyrir.. ojæja..

miðvikudagur, júní 09, 2004

jeei ég fæ atvinnuviðtal hjá hrafnistu.. ég mun klúðra því eins og öllu öðru.. en samt! atvinnuviðtal! \o/

lag dagsins: Echo And The Bunnymen - The Killing Moon
já.. í kvöld tókst mér og krumma að rífast um nákvæmlega ekki neitt á msn í sona klukkutíma.. alveg 10 blaðsíður af engu.. erum að pæla í að gefa þetta út eða eitthvað.. ég geymdi allavegana þetta samtal og birti það kannski einhverntíman þegar ég vill vera algjör asni

þriðjudagur, júní 08, 2004

jæja.. þetta hlaut að enda einhverntíman.. afróið mitt er farið.. ég fór í klippingu í dag í fyrsta skipti frá því í nóvember (og þar sem hárið á mér vex yfirnáttúrulega hratt).. ég var samt ekki kominn með sítt að aftan og klippti háriða ð aftan reglulega sjálufr til að koma í veg fyrir slíkan ósóma.. en já núna er ég bara stuttklipptur og gúrkulegur og ekki athyglisverður á neinn hátt.. ojæja

ég hef því ákveðið vegna þess hver breyttur maður ég er, að taka út þessa dull mynd sem er búinn að vera hérna heillengi og setja einn einhverja ógeðslega artsí mynd sem ég tók einhverntíman fyrir löngu.. ég skora svo krumma á hólm í artsímyndasamkeppni
þegar ég var í 7. bekk að ég held var háð lélegrabrandarakeppni í skólanum.. hún fólst í því að nemendur fundu upp á einhverjum lélegum brandara, skrifuðu á blað og létu kennarann sinn hafa.. starfslið skólans sá svo um að skera úr um hvað væri lélegasti brandarinn.. ég sigraði þessa keppni með glæsibrag fyrir brandara sem ég samdi eftir 10 mínútna íhugun (vann meriaðsegja einhver verðalaun).. ég birti hann nú hér:

"Einusinni var maður á skautum, og honum var ískalt þannig að hann sagði "það er eins og ég sé á suðurskautum!""

hvernig finnst fólki svo?

sunnudagur, júní 06, 2004

babar

laugardagur, júní 05, 2004

í gær fékk ég mér 4 bjóra og rölti svo e-ð nirrí bæ með krumma í sona 2 klukkutíma.. hápunktur kvöldsins var þegar við hittum Hjölla og einhverja og Hjölli lýsti fyrir mér plani hans og Benna að láta grafa sig sem jack in the box þegar þeir deyja... það var fyndin lýsing og ég held ég hafi ekki hlegið jafnmikið í alveg nokkur ár...

föstudagur, júní 04, 2004

Krummi og Kiddi eiga hrós skilið.. það mikla magn af furðulegum slanguryrðum og óskiljanlegum styttingum í samræðum þeirra hefur orðið til þess að þeim hefur eiginlega tekist að búa til eigið tungumál... brot úr samtali á milli þeirra á msn:

Kiddi: blessar
Krummi: blutsar
Kiddi: í?
Krummi: babar
Kiddi: gshi
Krummi: búnager?
Kiddi: natjill
Krummi: gsj
Kiddi: svi?
Krummi: nah
Kiddi: ion?
Krummi: temle
Kiddi: hvðag?

þýðing:
"Blessaður"
"Blessaður"
"Hvað segirðu gott?"
"Bara allt fínt"
"Ertu búinn að gera það sem þú þruftir að gera?"
"Nei, ég er bara að slaka á"
"Það er nú ágætt hjá þér"
"Ertu annars sveittur?"
"Ekkert sérstaklega"
"hamingjusamur?"
"Svona temmilega"
"Hvað ætlaðru að gera í kvöld?"

þeir fá nóbelsverðlaun fyrir kjaftæði..
ég er búinn að éta of mikið af Oste Pop... svo var æfing í kvöld.. það var stuð

djöfull hef ég ekkert að segja..

miðvikudagur, júní 02, 2004

mig dreymdi að ég var að sniffa kókaín í partíi í einhverju framandi landi.. það var áhugavert

þriðjudagur, júní 01, 2004

já.. var að koma heim.. var norður í eyjafjarðarsveit hjá afa mínum og ömmu þarf sem ég hitti frændur mína frænkur og frændsystkin (þau eru alveg eitthvað um 30 talsins)
ég er alveg mjög veikur fyrir svona sveitarómantíkurdóti einhverju.. ég fór norður á föstudaginn í frekar miklu pirringskasti útaf hinu og þessu.. en kem aftur í mjög góðum fíling..
það er bara mjög fínt að sleppa frá frekar vanspennandi borgarlífinu.. það er eitthvað ótrúlega fulfilling við það að vera skítugur í stígvélum að lemja beljur, ríða um á hestum, labba uppá fjöll og éta ýsu og slátur, í staðinn fyrir að hanga á internetinu og éta nonnabita þess á milli... sveitalíf á mjög vel við mig